Reykjalundur - 01.10.1977, Page 24
við eldhúsið með algjöra endurnýjun tækja-
búnaðar fyrir augum. Þeirri endurnýjun er
nú lokið og getur Reykjalundur nú státað af
einhverju fullkomnasta eldhúsi, sem völ er á
fyrir stofnun þessarar stærðar.
I byrjun árs 1974 var nýtt verksmiðjuhús
tekið í notkun. Stendur sú bygging nyrst af
húsum staðarins og tengist stóru lagersvæði.
Upphaflega stóð til að þarna yrði vatnsröra-
og filmuframleiðsla til húsa ásamt innilager
af fullunnum vörurn. En framleiðsla sú, sent
þarna er hýst, hefur stóraukist á síðustu árum
og þurfti húsrýmið allt og þarf meira til. Lager
fyrir fullunnar vörur var því settur upp í
vinnuskála þeim, sem röra- og filmudeild var
í áður. Söluskrifstofa var einnig flutt í þetta
hús og starfar nú í eðlilegum tengslum við
framleiðsludeildirnar. Þessa dagana er unnið
að innréttingu á skrifstofuhúsnæði, sem er í
nýbyggingu ofan á núverandi skrifstofu- og
lagerhúsi. Er þar með risin síðasta nýbygging-
in, sem áformað var að reisa samkvæmt áður-
nefndri áætlun um alhliða stækkun Reykja-
lundar. Standa vonir til að þangað sé hægt að
flytja skrifstofustarfsemina um næstu áramót.
Núverandi skrifstofuhúsnæði og lagarpláss
ásamt „Bíóhúsi“ verður að öllum líkindum
tekið undir endurhæfingarþjónustu og losnar
þá húsnæðið í aðalbyggingunni, sem hýsir
þessa starfsemi nú. Er því ekki öll nótt úti enn
um að einhver fjölgun vistrýma fáist þegar
framkvæmdaáætluninni er að fullu lokið.
3. HEILSUGÆSLUSTÖÐ Á
REYKJALUNDI
I áætlun þeirri, sem samþykkt var á lands-
fundinum á Akureyri 1971, var gert ráð fyrir
verulegri stækkun læknastöðvar, þar sem
J)vottahúsið og saumastofa flyttu í húsnæði,
sem rýmdist við framangreindar nýbyggingar.
En nú kom annað og rneira mál til sögunnar:
Heilsugæslustöð á Reykjalundi. Með lögurn
um heilbrigðisþjónustu nr. 56/1973 er gerð
gjörbreyting á fyrirkomulagi læknisþjónustu
í landinu. Þar segir í 14. gr. „Setja skal á stofn
heilsugæslustöðvar til þess að annast heilsu-
gæslu samkvæmt löngum þessum. Þar sem að-
stæður leyfa, skal heilsugæslustöð vera í starfs-
tengslum við sjúkrahús og þá ávallt rekin sem
hluti af því, og í sömu byggingu sé jiess kostur.
Þar sem sjúkrahús er fyrir og afráðið er, að
stofna heilsugæslustöð, skal byggja stöðina
í starfstengslum við sjúkrahúsið, Jsannig að
þjónustudeildir og starfslið nýtist fyrir hvort
tveggj a“.
Þar segir ennfremur að heilsugæslustöð
skuli vera á Reykjalundi. Héraðslæknir Ála-
fosslæknisumdæmis hefur haft aðsetur á
Reykjalundi allt frá árinu 1967 og hefur starf-
að í nánum tengslum við lækna, hjúkrunar-
og Jjjónustudeildir Reykjalundar. Má Jsví
segja að vísir að Jaessu, nú lögmæta, fyrirkomu-
lagi hafi verið hér fyrir, og við heimamenn
leyfum okkur að gæla örlítið við j)á hugmynd,
að fyrirkomulagið á Reykjalundi hafi verið
kveikjan að því, sem nú er verið að koma á
um land allt. En lögin um heilbrigðisjtjónustu
gera líka miklar kröfur til þeirra stofnana,
sem gert er að hýsa lieilsugæslustöð. Hvað
Reykjalundi viðvíkur höfðu fyrirmæli jiessara
laga í för með sér breytingar á stjórn stofnun-
arinnar, þannig að inn í stjórnina koma full-
trúi sveitarfélagsins og fulltrúi frá sérstaklega
kjörnu starfsmannaráði í stað þeirra tveggja
stjórnarmanna sem kjörnir voru af félagi vist-
manna á Reykjalundi, Sjálfsvörn.
Ennfremur verður nú að gera aðrar kröfur
til J^ess húsrýmis sem læknum héraðisins er
ætlað. I stað starfsaðstöðu héraðslæknis, sem
samkvæmt orðanna hljóðan hefur á sér blæ
bráðabirgðafyrirkomulags, verður nú að gera
ráð fyrir varanlegri aðstöðu tveggja heilsu-
gæslulækna ásarnt starfsfólki. Stækkun lækna-
stöðvar er því orðin meira mál en lillögur
þær, er lágu fyrir á landsfundinum 1971 gerðu
ráð fyrir. Er þetta er ritað eru framkvæmdir
i „LENGJU“ að hefjast. Hverfur jarðhæðin
22
REYKJALUNDUR