Reykjalundur - 01.10.1977, Side 28
inn en vaka ber yfir því að þeir, sem mesta
þörf liafa fyrir þá endurhæfingaraðstöðu, sem
hér er, fái notið hennar.
5. REKSTUR SJÚKRAHÚSSINS
Rekstur sjúkrahúss á íslandi getur aldrei
gengið vel heldur einungis mismunandi illa.
Breytingin úr vinnuhæli fyrir berklasjúklinga
í alhliða endurhæfingarstofnun hefur verið
Reykjalundi erfið, ekki einungis vegna breyttra
þarfa á húsrými eða kaupa á tækjabúnaði,
heldur vegna þeirrar aukningar á starfsliði,
sem þessu fylgdi, aukningar á sérmenntuðu
fólki og þar af leiðandi dýrari starfskrafti.
Launakostnaður á sjúkrahúsinu nú er urn
helmingur heildarútgjalda og veruleg ljölgun
starfsfólks segir Jdví fljótt til sín. Nú verður
að ætla að þessi breyting sé heilbrigðisyfir-
vöklum í landinu velþóknanleg og þeim sé
vel kunnugt um gang mála, enda hefur nefnd
þeirri er ákvarðar sjúkrahúsum daggjöld af
almannafé jafnan verið greint frá fyrirhuguð-
urn breytingum eftir jiví, sem þær hafa komið
til framkvæmda. Þessi breyting liefur ekki
orðið skyndilega heldur er um hægfara þróun
að ræða. Sarnt vantar mikið upp á að Reykja-
lundi hafi verið ákvarðaðar tekjur til samrærn-
is við þá þjónustu sem veitt er á hverjum tíma
og þann kostnað, sem í er lagt. Mun það þó
almennt viðurkennt af jjeim er til jtessara mála
jjekkja, að Reykjalundur sé ekki þungur baggi
á ríkiskassanum miðað við margar aðrar stofn-
anir. Á síðasta ári varð um 30 milljóna króna
halli á rekstri heimilisins en var árið 1975 um
15 milljónir. Enda jiótt ársfjórðnngslegar
rekstursskýrslur væru sendar inn og nefndinni
eða starfsliði hennar gert ljóst að hverju
stefndi voru viðbrögð engin. Mér er nær að
halda að sú vinna, sem lögð er í slík uppgjör
og greinargerðir sé unnin fyrir gýg, jtar sem
jretta sé ekki lesið og nnnið í hendur dag-
gjaldanefndar til notkunar sem hjálpargagn
við ákvörðun daggjalda. Ríkisspítalarnir hafa
nú verið teknir út úr daggjaldakerfinu þannig
að nefndin ákvarðar nú einungis sjúkrahús-
um sveitarfélaga og einkastofnunum tekjur í
daggjaldaformi. Ekki er jjað ætlun mín að
hallmæla daggjaldakerfinu sem slíku, en jjað
verður að vera virkt og réttlátt. Til jjess að
svo megi verða þarf að skapa nefndinni við-
unandi starfsgrnndvöll og nægan starfskraft,
til að vinna úr fengnum upplýsingum og ann-
ast eftirlit og athuganir á stofnunum sjálfum.
Við á Reykjalundi sendum í júlímánuði inn
rekstursyfirlit yfir fyrstu sex mánuði ársins
ásamt greinargerð um starfsemi stofnunarinn-
ar í dag. Nokkur úrlausn fékkst við næstu tit-
hlutun daggjaldanefndar, en ]jó hvergi full-
nægjandi. Skortir þar einkum á, að halli frá
síðasta ári verði greiddur upp, en halli fyrra
árs er greiddur upp með ákveðnu halladag-
gjaldi og hefur í flestum tilvikum verið að
fullu greiddur stofnunum í landinu á fyrstu
sex mánuðum ársins, en okkur er gert að
dreifa greiðslu hans á árið allt. Reykjalundur
gerir ekki kröfu til Jtess að vera settur á liærri
stall að þessu leyti en aðrar heilbrigðisstofn-
anir í landinu, en að njóta jafnréttis og sann-
girni er okkur lífsnauðsyn.
6. LOKAORÐ
Ég hef hér leitast við að gefa yfirlit yfir
starfsemi Reykjalundar í dag, þær fram-
kvæmdir, sem unnið hefur verið að á undan-
förnum árum og jjað, sem fyrirhugað er áð
gera á næstunni. Inn í þetta hefur síðan fléttast
frásögn um ýmis dægurmál, sem hvíla jjungt
á huganum og rennur úr pennanum óafvitað,
enda Jjótt ýmislegt annað mætti tína til, sem
varpaði betur ljósi á starfsemi Reykjalundar
í dag. En j>að verður að bíða betri tíma.
26
REYKJALUNDUR