Reykjalundur - 01.10.1977, Page 29
Kári Sigurbergsson
LÆKNIR
Erfðir og umhverfi
Heilbrigði er lítið orð, sem við notum oft
í daglegu tali, en samt er erfitt að skilgreina
þetta orð. Merking þess verður dýpri, eftir
því sem við veltum því lengur fyrir okkur.
Líkamleg heilbrigði er í rauninni mjög flókið
ástand. Þetta táknar annars vegar, að innra
jafnvægi líkamsstarfseminnar helst í skorðum
og hins vegar, að ytri áhrif valda ekki meiri
háttar röskun, svo að athöfn og íhugun verða
innan eðlilegra marka.
Orsakir sjúkdóms eru margþættar en oft
má rekja hér tvo meginþætti. A aðra hönd
þann, sem við rekjum til forfeðranna, erfð-
anna, en á hina, þann þráðinn, sem rakinn
verður til ytri áhrifa eða áreitni.
Flestir kannast við einhverja kvilla eða sjúk-
dórna, sem ganga í ættir, eða erfast samkvæmt
erfðalögmálum Mendels, þekkt dæmi urn slík-
an sjúkdóm, er t.d. dreyrasýki. Hreinn erfða-
sjúkdómur er sjúkdómur, sem menn fá án til-
lits til umhverfis. Erfðasjúkdómum eða afleið-
ingum þeirra, er tíðum hægt að halda í skefj-
um með ýmsum ráðum, en sjúkdómurinn sjálf-
ur verður ekki sniðgenginn, vegna þess að
hann er arfbundinn.
Við þekkjum öll fjölda sjúkdóma, sem eiga
rót sína að rekja til ytri ástæðna, og er hér
átt við hvers konar utanaðkomandi áhrif, t.tl.
hita, kulda, geislun, efnaverkun, afleiðingar
sýkingar og áverka. f þessum flokki sjúkdóma
er t.d. kvef, sem veirur vaida og flestir hafa
fengið einhvern tíma á ævinni. Orsök sjúk-
dóma er þó nær einatt ákaflega margslungið
samspil erfða og ytri áhrifa, fólk er t.d. mjög
misjafnlega kvefsækið.
f ónæmisfræði koma fyrir hugtökin mótefni
og mótefnisvaki. Til nokkurrar skýringar á
Jsessum hugtökum má nefna, að eggjahvítuefni
á yfirborði sýkils getur verið mótefnisvaki. Ef
ákveðinn sýkill kemst í snertingu við ónæmis-
kerfi líkamans, myndar líkaminn gjarnan mót-
efni gegn mótefnisvökum sýkilsins, en síðan
lamar mótefnið sýkilinn eða gerir út af við
hann. Líkaminn myndar þannig oft mótefni
gegn frantandi eggjahvítuefni eða mótefnis-
vökum.
Til eru einstaklingar, sem mynda ófullnægj-
andi mótefni gegn ákveðnum sýklum. Veik-
indi, sem hljótast af Jjví, má bæði rekja til
minnkaðrar mótstöðu og til Jsess, að einstak-
lingurinn komst í snertingu við sýkilinn, sem
hann hafði litlar varnir gegn. Leiðir til Jjess
að hindra veikindi af Jæssum sökum, geta
verið j)ær, að bæta varnir þessa einstaklings,
REYKJALUNDUR
27