Reykjalundur - 01.10.1977, Qupperneq 32
sjúkrahússins og telst hver menntunarstétt í
þessu sambandi ein starfsstétt“. Þá er talað um
ýmsar reglur sem kosið er eftir þar á meðal
það, að ef merkt er við fleiri en einn úr sömu
starfsstétt þá er atkvæðaseðill ógildur. Síðan
segir ,,í starfsmannaráði skulu sitja 7 fulltrúar.
I fyrsta skipti sem kosið er, skulu 4 þeir er
flest atkvæði fá, kosnir lil fjögurra ára en
hinir 3 til tveggja ára, þannig að aldrei sé
skipt um alla ráðsmenn samtímis.“ Eins og sjá
má eru þarna nýmæli á ferðinni sem jafna
rétt fólks.
Reglugerðin tryggir það eins og verða má
að starfsstéttir vinni saman að sameiginlegum
áhugamálum á sínum vinnustað. Svo er aftur
annað mál hvernig til tekst hjá stjórninni að
koma sínum málum fram eða yfirleitt að hafa
eitthvað til málanna að leggja á hverjum stað.
Eins og margir vita er starfsemi Reykja-
lundar mjög sérstæð. Nú er þar rekið sjúkra-
hús með mjög góðri endurhæfingu, sjúkra-
þjálfun, iðjuþjálfun, sundaðstöðu o.fl. Þar er
heilsugæslustöð fyrir víðlent læknishérað.
Einnig er rekinn umfangsmikill iðnaður á
staðnum. Allt er þetta rekið sem ein heild.
Það er í raun og veru mjög gaman að hugleiða
hvernig þetta gengur fyrir sig. En um það
verður ekki fjallað hér.
Eins og áður sagði var kosið í starfsmanna-
ráð Reykjalundar 29. apríl 1974. Var það gert
eftir ýtarlega yfirvegun þáverandi Vinnuheim-
ilisstjórnar og þá ákveðið að allir starfsmenn
Reykjalundar væru þar jafnir, þó „Reglugerð
um starfsmannaráð sjúkrahúsa" gerði ekki sér-
staklega ráð fyrir svo mörgum og alls óskyldum
starfsgreinum eins og eru á Reykjalundi. Síðan
kosið var fyrst eru liðin þrjú ár og búið að
skipta um hluta af stjórninni samkvæmt reglu-
gerðinni og liefur þetta gengið friðsamlega fyr-
ir sig. Aftur á móti má eflaust finna að því,
hve fá mál hafa verið tekin til meðferðar í
ráðinu. Því er þá til að svara að stutt er síðan
starfið hófst, aðeins um þrjú ár. Skal nú til
fróðleiks geta þeirra mála, sem starfsmanna-
ráð hefur átt aðild að eða beitt sér fyrir:
Fyrsta mál, sem upp var tekið, var um ráðn-
ingu og uppsögn starfsfólks. Talið var að það
væri hagur beggja, starfsliðs og fyrirtækis, að
um skriflegan samning væri að ræða. Nú er
þetta komið til framkvæmda. Næst var at-
hugun á áhuga starfsfólks um að halda sam-
eiginlega árshátíð. Kosin var nefnd í málið.
Síðan er búið að halda þrjár árshátíðir með
mikilli aðsókn og við almenna ánægju. Rætt
var um þörf á að koma upp sameiginlegri
barnagæslu — eða barnaheimili á vegum
Reykjalundar. Eæru þar sarnan hagsmunir
starfsliðs og stofnunar. Reykjalundur starf-
rækir í dag barnaheimili fyrir 10—12 börn.
Starfsmannaráð gekkst fyrir þvi að flutt
voru tvö fræðsluerindi um skaðsemi tóbaks-
reykinga. Allt í allt hefur starfsmannaráð
gengist fyrir 3 almennum fundum, þar sem
fjallað hefur verið um starfsemi stofnunar-
innar. Stjórnendur hafa kynnt það sem á að
framkvæma á staðnum hverju sinni, lýst af-
komu liðins árs, einnig hefur verið fjallað um
samskipti starfsliðs og sjúklinga og skýrt frá
breytingum á sjúkrahúsi o.fl. o.fl.
Að sjálfsögðu er fulltrúi starfsmannaráðs
löngu tekinn til starfa í Vinnuheimilisstjórn.
Einnig var á sínum tíma kosinn fulltrúi í
Barnaheimilisnefnd.
Á döfinni er að bjóða myndlistarmönnum
að sýna málverk í sölum Reykjalundar. (Verð-
ur væntanlega nýlokið sýningu á vatnslita-
myndum eftir Ragnar Lár. er þetta birtist).
Á almennum fundi nú í maí s.l. var rætt
um möguleika á sameiginlegum vöruinnkaup-
um starfsfólks, það mál er í athugun.
Eins og sjá má af þessari upptalningu hefur
lífsmark verið með starfsmannaráði. Vonandi
verður svo áfram, því verkefni eru næg.
Ég vil að lokum þakka ritnefnd „Reykja-
lundar“ það tækifæri, sem starfsmannaráð
fékk til að kynna starfsemi sína.
20. júlí 1977.
30
REYKJALUNDUR