Reykjalundur - 01.10.1977, Page 34

Reykjalundur - 01.10.1977, Page 34
orku eða þolinmæði til að sýna jafnmikla um- hyggju og áður.# Ef veikindin verða mjög langdregin breyt- ist aðstaða sjúklingsins enn frekar sem síðar verður að vikið. Dæmi um sjúkdóm, þar sem sjúklingshiut- verkið hentar allvel, er einfalt fótbrot. Sjúk- lingurinn má að vissu leyti teljast heppinn þar sem ljóst er í slíkum veikindum livað þarf að gera til þess að sjúkdómurinn læknist og hann komist aftur til fyrra lífs og starfs. Hlut- verk læknisins er að greina brotið rétt, setja það rétt saman, stjórna meðferð. Hjúkrunar- fólk og sjúkraþjálfarar hjálpa sjúklingnum á ýmsan veg. Sé sjúklingurinn hlýðinn og sam- vinnuþýður, verður hann væntanlega heill aftur eftir nokkrar vikur. Lífsmáti hans kemst væntanlega í samt lag um svipað leyti og fót- urinn brotni er orðinn heill. Því miður læknast ekki allir sjúkdómar svona fljótt og vel. Sumir sjúkdómar læknast seint skv. eðli sínu. Ekki liggur alltaf Ijóst fyrir hver er orsök sjúklegs ástands og hvernig á að lækna það. Vanlíðan eða skortur á starfs- getu getur haft margvíslegar og flóknar or- sakir. Sé svo er hætta á að sjúkrahúsdvöl vari lengi og bati fáist ekki eða verði ófull- kominn. í þessu sambandi mætti hugsa sér aukavandamál sem getur komið upp í sam- bandi við sams konar fótbrot og getið er hér að ofan. Sjúklingur gæti t.d. fyllst kvíða, varð- andi það hvort hann fengi fullan bata. Gerum ráð fyrir að hann fengi þá hugmynd, að ekki væri þorandi að byrja að reyna á fótinn. Þá er líklegt að upp komi heil röð vandamála. Fæt- * Umhyggjan þverr örar ef engin skiljanleg eða sýnileg ástæða er fyrir veikindum. Lágmarkskrafa er að sjúk- dómurinn liafi nafn svo að hacgt sé að tala um iiann. Skv. þessu standa þeir sjúklingar verr að vígi, sem liafa ósýnilegar s.s. starfrænar eða andlegar truflanir, þótt jaeir þurfi kannski mest á þeim „hlunnindum1 að halda scm sjúklingshlutverkið veitir. Þó er þeim nokkur „bót“ að jreirri staðreynd að j>cir sem jtjást verulega af svefti- leysi, kvíða og þunglyndi fá venjulega ýmsa líkamlega fylgikvilla og verður ]>á vanlíðan ]>eirra skiljanleg öðru fólki. inum fer verr fram en ella, þar sem ekki er reynt á hann á eðlilegan liátt. Hann gæti mögulega visnað upjr og orðið hálflamaður. Sjúklingurinn heldur áfram að kvarta og kviða. Hann heldur áfram að krefjast þess að læknirinn lækni sig. Læknirinn getur illa ujrp- fyllt Jressar kröfur á sama hátt og hann er vanur í starfi sínu. En ef sjúklingurinn heldur áfram að kvarta og geta hans er augljóslega skert er líklegt að hann verði áfram á sjrítal- anum eða einhverjum öðrum spítala. Til- hneiging slíks sjúklings er að halda áfram að gera kröfur til þeirra, sem eiga að hjálpa, en gera minni kröfur eða engar til sjálfs sín. Hann tekur ekki virkan þátt í því verkefni að ná heilsu, en lætur ábyrgðina hvíla á öðrum sem hann hefur og vissan rétt til skv. viðtekn- um skilningi samfélagsins á hlutverki sjúk- lings. Ef læknir og hjúkrunarfólk taka við Jtessari kröfu sjúklingsins í stað ]>ess að gefa honum verulega ábyrgð á eigin endurhæfingu. er útlitið slæmt. Dvölin á spítölum lengist og allt stefnir í ])á átt að viðkomandi verði að einhverju leyti öryrki, sem þarf hjólastól eða örorkubætur. Sjálfstraust slíks einstaklings verður lítið, enda er staða hans ótraust. Líklegt er að kvíðinn, sem áður var getið breytist í þunglyndisástand, sjúklingurinn verði niður- dreginn, ósáttur, haldinn máttvana reiði og ásökun í garð læknisins og heilbrigðiskerfis- ins, sem honum finnst að hafi mistekist að lækna sig. Það, sem byrjaði sem líkamlegur sjúkdómur, heldur reyndar áfram að líta út sem líkamlegur sjúkdómur, en hefur að nokkru leyti umbreyst í félagslegt og geðrænt vandamál. Hvort sem hann heldur áfram að dvelja á stofnunum eða dvelst á heimili sínu, er virkni slíks einstaklings sem lifandi mann eskju í flestum skilningi skert. Lengi mætti ræða um hlutverkaskiptingu milli læknis og sjúklings, en í stuttu máli má segja, að því minni ábyrgð, sem læknirinn leyfir sjúklingi sínum að taka, því óvirkari sem sjúklingurinn er í meðfreð, þeim mun 32 REYKJAl.UNDUR

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.