Reykjalundur - 01.10.1977, Page 35

Reykjalundur - 01.10.1977, Page 35
meiri líkur eru á langdvölum á stofnunum. Því lengri sem dvölin er, aukast líkur á að sjúklingurinn komi út af stofnuninni óvirkur og gangi inn i hlutverk öryrkjans. Þótt flestum jjyki sjúklingshlutverkið ekki eftirsóknarvert, hefur J)að ]jó sína kosti fyrir rnarga. Aðstandendur eða ])jóðfélagið í heild sér fyrir þörfum sjúklingsins. Margir eru þeir, sem skort hefir hlýju eða umhyggju og fá meira af henni sem sjúklingar en sem heilbrigt fólk. Einnig eru þeir margir, sem alltaf hafa fundið til óöryggis og vanmáttar í lífsbaráttunni, eða liefur fundist ábyrgð daglegs lífs vera óþægi- lega ]3ung. Hið nýja hlutverk, sjúklingshlut- verkið, veitir vissa umhyggju, öryggi og lausn frá kröfum og ábyrgð. En þótt ókeypis spítala- vist og hinar margháttuðu ,,bætur“ nútíma- þjóðfélags teljist eitt af því sem einkennir velferðina mest, taka ]tær frá fólki brýnustu þörfina að bjarga sér. Sjúklingshlutverkið og síðan öryrkjahlutverkið geta því fyrir þann sem lítið treystir á eigin mátt, orðið tælandi gildra sem erfitt kann að reynast að losna úr. Ég vil halda því fram, að oft megi forðast þennan óheppilega gang mála, með því að endurskoða og breyta að nokkru hlutverki læknis og sjúklingsins. I meðferð flestra sjúk- dóma næst ekki góður árangur nema til komi samvinna þar sem ábyrgðinni er deilt milli þeirra sem meðferðina annast annars vegar og sjtiklingsins sjálfs hinsvegar. Vissulega hlýtur læknir að bera ábyrgð á að greina vandamál sjúklingsins rétt, eftir því sem kost- ur er. Taki hann hins vegar alla ábyrgð á meðferð og sé hann alls ráðandi þyrfti hann einnig að vera alvitur og óskeikull. Ef illa gengur verður sjúklingurinn því reiðari við lækninn fyrir að hafa mistekist það verk að lækna sig, því meir sem hann treysti honum í blindni áður. Á sjúkrastofnunum, þar sem hlutverkaskipting er með hinu hefðbundna sniði, verður meðferð gjarnan tiltölulega ó- virk. Sjúklingar, sem eru of verndaðir, fá t.d. mat sinn í rúmið, hvort sem þeir þurfa eða ekki, verða háðir læknum og stofnununinni í heild Þeim er boðið upp á eða eru jafnvel tilneyddir að lifa afar óvirku lífi. Slíkar stofn- anir verða sannkallaðir letigarðar. Með tilkomu vaxandi þekkingar og endur- hæfingarsjónarmiða í læknisfræði, hefur þetta breyst nokkuð. Skýrt dærni er það, að fyrir allmörgum árum var sængurkonum bannað að stíga frarn úr rúminu fyrr en viku eða meira eftir fæðingu. Þær voru tilneyddar að láta lijálpa sér á allan hátt. Nú eru þær hvattar til að fara út úr rúminu á fyrsta degi og hjálpa sér sem mest sjálfar. Svipuð meiri háttar breyt- ing m. t. t. virkni sjúklinga hefur orðið í meðferð ýmissa hjartasjúkdóma á síðustu ár- um. í geðlæknisfræði er þróunin í svipaða átt, ])ótt frernur hægt rniði. Þó má nefna að í geð- læknisfræði hér á landi, er eitt skýrt dæmi um vaxandi ábyrgð sjúklinga. Er það aukin viður- kenning á sjónarmiðum AA-hreyfingarinnar í meðferð drykkjuvandamála, sem bendir til að á því sviði sé hlutverk læknisins fyrst og fremst fræðsla, en ábyrgðin á meðferð og bata sé að færast rneir og meir í hendur sjúklings- ins sjálfs HLUTVERK GEÐLYFJA Astæða er til að leggja áherslu á að geðlyf, Jiótt góð séu, eru aðeins hjálpartæki fremur en fullnægjandi hjálp við þeim vandamálum, sem kölluð eru geðræn. Þegar nútímalvf komu fyrst fram í dagsljósið á sjötta áratugnum, fylltust margir bjartsýni og vonuðu að eitt- hvað svipað myndi ske í meðferð geðsjúk- dóma og skeð hafði í berklalækningum með tilkomu berklalyfjanna skömmu áður. Vissu- lega höfðu geðlyfin áhrif, en brátt kom í ljós, að þau höfðu takmarkað gildi. Þau gátu hjálp- að verulega við bráðar geðtruflanir, róað kvíða, veitt hrjáðum sjúklingum svefn og hvíld. Erfiðir sjúklingar, sem voru inni á geð- deildum, urðu meðfærilegri, mörgum sjúkling- um, sem ella hefðu þurft að vera innan veggja REYKJALUNDUR 33

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.