Reykjalundur - 01.10.1977, Síða 37

Reykjalundur - 01.10.1977, Síða 37
manneskju er leiðin greið inn í lijálparleysis- og geðveikisástand. Fyrir þann, sem hefur verið dæmdur úr leik, hefur verið óvirkur af völdum sjúkdóms eða annarra ástæðna getur það haft margvíslegt gildi að fá starf, jalnvel þó um sé að ræða fárra klst. starf á dag inni á sjúkrastofnun. 1. Það eykur þrek hans bæði andlegt og Iík- amlegt. 2. Það eykur yfirleitt sjálfstraust. Sé starfið við hæfi sannfærist hann áþreifanlega um getu sína til að vinna starf. Slíkt vekur máttartilfinningu og gefur þá vissu að hann sé nýtur til einhvers, þurfi ekki að vera öðrum til byrði og einhver þarfnist hans. 3. Það gefur mögtdeika á tekjum sem fyrir flesta er aðgangur að margvíslegum efnis- legum og félagslegum gæðum auk Jjess sem tekjur eru forsenda fyrir persónulegu sjálf- stæði. Hvort sem fólki líkar betur eða verr j)á er það staðreynd að fjárhagslegt sjálf- stæði er meginforsenda fyrir og undirstaða persónulegs og félagslegs sjálfstæðis. Sá, sem ekki getur brauðfætt sjálfan sig, hefur ekki örugga stöðu í veröldinni. Hann hlvtur að vera öðrum háður miklu frernur en ella. Sjálfstraust hans og innra öryggi er venju- lega í hlutfalli við ])etta. 4. Sé starfið skapandi á einltvern hátt þjónar það mikilvægri þörf sem flest fólk hefur. 5. Flest störf auka möguleika á félagsskap. Þetta er ein af algengari ástæðum þess að húsmæður vilja vinna utan heimilis. Al- gengt er að einstætt fólk eigi eins konar fjölskyldu á vinnustað. Félagsleg tengsl að einhverju marki er einmitt eitt af því sem er ómissandi til að halda andlegri lieil- brigði. (5. Það að hafa starf á ákveðnum tínta gefur dögunum tilgang hverjum fyrir sig sem aftur vinnur gegn tilbreytingarleysi og til- gangsleysi. Fyrir lækninn, þjálfarann, verkstjórann eða hvern þann, sent hefur með meðferð að gera, gefur atferli sjúklings á vinnustað mjög gott tækifæri til að greina hver vandamál hans eru, meta styrkleika hans og veikleika. Atriði Jaau sem læknirinn, iðjuþjálfinn eða verkstjórinn veitir athygli og leggur áherslu á eru flest þau sömu sem venjulegur skipstjóri, bóndi eða verkstjóri leggur áherslu á hjá starfsmönnum sínum: Stundvísi. Samviskusemi að mæta. Út- hald við verk. Hversu lengi getur viðkomandi unnið í einu. Dómgreind, (venjulega nefnd verksvit). Hæfni til að hafa samvinnu við annað fólk. Hæfni til að taka leiðbeiningum og læra ný störf. Þá kemur einnig greinilega í ljós við vinnu, hvort viðkomandi hefur vilja til að læknast og verða sjálfbjarga eða hvort honum nægir að fá að kvarta um hjálparleysi sitt. A grundvelli Jtessara upplýsinga er liægt að fá raunhæft mat á getu og leggja áætlanir um frekari endurhæfingu í öðrum störfum, verknám og jafnvel er hægt að gefa meðmæli með sjúklingi til starfs úti á venjulegum vinnu- markaði. Sálfræðileg hæfnispróf geta verið mjög gagnleg til aðstoðar við mat sem ])etta, en flestir læknar munu j)ó sammála um að raunhæfara mat fáist með Jtví að kynnast við- kontandi á vinnustað. Jafnhliða því, sem Jtessir þættir eru kannað- ir. rná byrja að laga einstaka vankanta með því að veita leiðbeiningar, gera kröfur um betri frammistöðu. Jafnframt slíkum kröfum Jjarf einnig að gefa viðurkenningu fyrir ])að sem vel er gert. Eitt hið vandasamasta í meðferð sem Jtessari eins og í venjulegri kennslu er að meta hvenær geta sjúklingsins leyfir að gerðar séu auknar kröfur. Sumir sjúklingar hafa sæti sig vel við sjúk- lingshlutverkið. Er Jteim J)ví ekki rnikils virði að komast til aukinnar virkni. Þegar slíkt hef- ur komið í ljós, talað hefur verið við sjúkling og hann sýnir í verki liver stefna hans er, er rétt að hætta meðferð strax. REYKJALUNDUR 35

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.