Reykjalundur - 01.10.1977, Qupperneq 43

Reykjalundur - 01.10.1977, Qupperneq 43
HALLFRÍÐUR FRÍMANNSDÓTTIR F. 6. 8. 1907 - D. 23. 6. 1977 Fimmtudaginn 23. júní sl. lést á Landakotsspítala einn af ágætustu vinum mínum, sem ég kynntist á Kristnes- hæli á dvalarárum mínum þar; sveitungi minn Hallfríð- ur Frímannsdóttir, sem jafn- an var kölluð Fríða Frí- manns og flestir samvistar- menn hennar rnunu minnast undir því nafni. Fríða var fædd að Hillurn á Árskógs- strönd 6. ágúst 1907. For- eldrar hennar voru hjónin Frímann Þorvaldsson og Sig- ríðtir Sveinbjörnsdóttir, bæði ættuð af Árskógsströnd, Eyja- firði. Bjuggu foreldrar henn- ar um nokkur ár að Hillum en fluttust þaðan að Ytri-vík, sem var heimili þeirra til ævi- loka. Eignuðust þau Frí- mann og Sigríður sex börn; Hauk, Gunnar, Flallfríði, Þórhildi, Jónas og Jóhann. Eru þessi systkini nú öll dáin nema Þórhildur, sent búsett er á Litlu-Árskógsströnd. Á æskuárum Fríðu var berklaveikin einna skæðust hér á landi og hjó miskunn- arlaust á báða bóga í raðir yngri kynslóðar þeirra ára, enda var æskan jafnan mesta fórnardýr þess sjúkdóms þar til vísindin náðu að hefta út- breiðslu lians, þó liann sé enn í dag ekki að velli lagð- ur. Fríða var eitt af fórnar- lömbum berklaveikinnar. 23. nóv. 1928 innritaðist hún á Kristneshæli. Þar dvaldi hún nær óslitið þar til í ágúst 1960, að hún fór að Vífils- stöðurn. Eftir sex ára dvöl þar, eða í maí 1966 fær hún útskrift; ekki af því að heilsa hennar gæfi til þess tilefni, heldur var hælisvistin orðin henni nær óbærileg. Hún leigði sér litla íbúð í Reykja- vík þar til hún flutti í Hátún 10, þann ágæta griðastað öryrkja. Það voru þung spor ungri og glæsilegri konu, sem bjóst til athafna í hinni eðlilegu lífsbaráttu að ganga inn um dyr Heilsuhælisins í Krist- nesi á árinu 1928. Yrði baráttan lengri eða skemmri? Var lífsins lokadagur á næsta leiti? Hver kann nokkru sinni að lesa til fullnustu í hug þess, er berst innri baráttu? Látum þeim hugleiðingum lokið. Sá er þetta ritar, kynntist Fríðu fyrst á Kristneshæli á árinu 1939. Eftir það áttu leiðir okkar oft eftir að liggja saman. Með okkur tókst mikil vinátta, sem ég rækti þó ekki síðari árin sem skyldi. Mér er minningin urn Fríðu hugljúf. Hún var hæg- lát kona; óáreitin en skap- föst; fíngerð svo af bar og öll hennar handbrögð list- ræn, svo athygli vakti. Hann- yrðir hennar fóru víða og veit ég að Vestur-íslensk kona, sem eignaðist muni eftir hana, hélt á þeirn sýn- ingar, svo frábærir þóttu þeir. Lífssaga þessarar vinkonu minnar ætti betra skilið en þessar fáu og fátæklegu línur. Þær eru aðeins kveðja; born- ar fram af þakklæti fyrir kynni sem aldrei gleymast. Hallfríður Steinunn Frí- mannsdóttir var jarðsungin frá Akureyrarkirkju 1. júlí sl. Var útför hennar fjöhnenn og kveðjurnar, sem bárust eftirlifandi systur hennar sýndu hvern hug hinir fjöl- mörgu samferðamenn báru til þessarar látnu konu. Július Baldvinsson. REVKJALUNDUR 41

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.