Reykjalundur - 01.10.1977, Qupperneq 44

Reykjalundur - 01.10.1977, Qupperneq 44
SIGURÐUR SIGURÐSSON F. 7. 2. 1912 - D. 15. 1. 1971 Sigurður var fæddur í Reykjavík, yngsta barn hjón- anna Sigurðar Péturssonar fangavarðar og f. k. h. Guð- rúnar Gilsdóttur. Móðir hans dó skömmu eftir fæðingu hans. Tók þá systir hennar, Sigríður, við húsmóðurstarf- inu og varð hún stjúpa hans. Sigurður ólst upp í tugt- húsinu við Skólavörðustíg og var alla tíð síðan kenndur við það meðal kunningja sinna, sem að jafnaði kölluðu hann aðeins Sigga tugt. Á bernskuárum lians var bílaöldin að renna upp hér á landi og varð hann fljóttt lieillaður af þeirri tækni. Hann mun vart hafa verið meira en 12 ára, þegar hann var farinn að aka bílum um götur Reykjavíkur. Skömmu síðar fór Iiann að vinna við bílavíðgerðir og gerðist bif- vélavirki hjá Sveini Egils- syni. Um 1932 hélt hann til Danmerkur til frekara náms í faginu. Þar var hann í þrjú eða fjögur ár og lauk þar sérnámi í réttingum og log- suðu. Varð hann mjög fær á þeim sviðum. Á árunum fyrir síðari heimsstyrjöldina var minna um það en nú er, að pantaðir væru varahlutir ef eitthvað bilaði eða dældaðist í yfirbyggingu bíla, heldur lögð meiri vinna í réttingar og viðgerðir. Sigurður var mjög laginn og útsjónarsam- ur við allt slíkt, enda hafði Irann ætíð mikinn áhuga á vélum og tækni. Á yngri árum sínum stund- aði Sigurður mjög knatt- spyrnu og lék m.a. í nokkur ár stöðu vinstri bakvarðar í meistaraflokki Fram. Hann var alla tíð mikill Framari og fylgdist af áhuga með gangi félagsins á hverjum tíma. ' Árið 1947 veiktist hann af berklum og var þá rúmt ár á Vífilsstöðum. Fé>r hann þá aftur að vinna, en innan fárra ára var hann aftur kom- inn á Vífilsstaði og eftir það var hann lengst af á Reykja- lundi eða Vífilsstöðum og síðustu 16 árin var hann al- farið á Vífilsstöðum. Hann var fróður og minn- ugur eg skemmtilegur í við- ræðu. Hann las mjög mikið og var því víða heima, ekki síst í margs konar tæknimál- um. Einnig hafði hann mik- inn áhuga á alþjóðlegum stjórnmálum og fylgdist vel með á því sviði. Á Vífilsstöðum er allmikið og gott bókasafn, sem alla tíð hefir verið í eigu og umsjá sjúklinganna sjálfra. Allmörg síðustu ár sín annaðist Sig- urður um þetta bókasafn og fórst það vel úr hendi. Sá hann bæði um útlán og margskonar viðgerðir á bók- um safnsins og viðhald þeirra. I Við Siggi vorum saman hér á Vífilsstöðum síðustu 16 árin og höfðum mikið og margt saman að sælda, btéði viðvíkjandi bókasafninu og öðrum félagsmálastörfum. Milli okkar skapaðist inni- leg vinátta og margt og mik- ið ræddum við saman, þótt ekki værum við ætíð á einu máli. Hann liafði skemmti- lega kýmnigáfu og við áttum ótaldar ánægjustundir sam- an. Ég vil að lokum þakka honum fyrir alla okkar sam- veru og viðkynningu og ég hefi þá trú, að við munum síðar eiga eftir að hittast handan við tjaldið mikla, þar sem ég þykist vita, að þeir muni hafa hitst vinirnir, hann og Haukur pressari. Skúli Jensson. 42 REYK JAI.UNDUR

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.