Reykjalundur - 01.10.1977, Síða 45

Reykjalundur - 01.10.1977, Síða 45
Vinnustofur S.Í.B.S. á Kristneshæli hætta störfum 20. þing S.Í.B.S. var lialdið í Reykjalundí í september 1976, eða um svipað leyti og rit þetta var fullprentað það árið. Meðal þess, sem þar var samþykkt, og telja verður fréttnæmt hér, er sii ákvörðun þings- ins, að leggja skuli niður starfsemi Vinnu- stofanna að Kristnesi, sem þá höfðu verið starfræktar i rúma tvo áratugi. Er þessi ákvörðun lýsandi dæmi um þá þróun, sem orðið hefir á þessu árabili í bar- áttunni gegn berklaveikinni. Um svipað leyti og S.Í.B.S. ákvað að koma á fót vinnuaðstöðu fyrir berklasjúklinga á Kristneshæli, með svipuðu sniði og komið var á Reykjalundi, og einnig að nokkru leyti á Vífilsstaðahæli, voru allar þessar stofnanir fullsetnar af berklasjúklingum. Þörfin fyrir endurhæfingu berklasjúkling- anna, hvar sem þeir voru á landinu, var því ærið brýn, og Jrví nauðsyn mikil, að engum væri mismunað í Jreim efnum. Byggði sambandið hús fyrir verkstjóra vinnustofanna að Kristnesi, og fékk inni á hæl- inu fyrir vinnuaðstöðu sjúklinganna þar, enda var yfirlæknir Kristneshælis Snorri Ólafsson og stjórnvöld rnjög jákvæð í stuðningi sínum við þetta framtak sambandsins. Sú ánægjulega þróun hefir átt sér stað í baráttunni gegn berklaveikinni, að hún er REYKJALUNDUR ekki lengur sá bölvaldur, sem hún áður var, og yfirfull berklahæli eru ekki lengur fyrir hendi. Því miður getum við Jró ekki sagt í dag, að berklaveikinni hafi verið útrýmt. Enn sýkist fólk af berklum, en þó ekki í stærri mæli en svo, að Jreir sem þurfa á liælis- vist að halda í dag, eru allir sendir á Vífils- staðahæli. Kristneshælið liefir því breyst að Jressu leyti, að Jiar er nú meir um langlegusjúklinga að ræða af öðrurn sökum en berklaveiki. Hefir þörfin fyrir vinnuaðstöðu á hælinu fyrir sjúklingana þar orðið önnur og minnkað verulega á undanförnum árum. Að vísu eru enn sjúklingar á Kristneshæli, sem eitthvert vinnuþrek hafa, og er Jtað von sambandsins, að Jrær vinnufúsu hendur fái Jrar störf við sitt hæfi, enda gert ráð fyrir því um leið og vinnustofurnar voru lagðar niður á Jtessu ári. Allar vélar og læki, auk efnis, sem tilheyrðu vinnustofunum, eru nú eign félags sjúklinga Kristneshælis, Sjálfsvarnar. Á þessu ári seldi S.Í.B.S. Kristneshæli verk- stjórahús sitt á staðnum, og skal andvirði þess koma félögum S.Í.B.S. á Norðurlandi til Jieirra nota, er þeir sjálfir óska. 43 L

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.