Húnavaka - 01.05.1979, Qupperneq 14
12
HÚNAVAKA
Mér finnst ég hafa þekkt Jakob svo lengi, sem ég man, eða frá þeim
tíma, er ég dvaldi sem barn í skjóli móðurforeldra minna á Geita-
skarði. Þá bjó móðir hans Guðrún Bjarnadóttir og maður hennar
Halldór Guðmundsson í Holtastaðakoti, hjáleigu frá Holtastöðum,
nú í eyði, og hafði Jakob þar dvöl til aðstoðar, lengri eða skemmri tíma
í senn.
Stutt var á milli bæjanna og mikill samgangur. Þá minnist ég hans,
sem hvatlegs ungs fríðleikamanns, og þá þegar var farið að hafa á orði
manna á meðal, það sem síðar beindi athygli bæði lærðra og leikra að
bóndanum á Síðu — hann hafði meiri áhuga en almennt gerðist á
bókum — hann safnaði þeim.
Síðar lágu leiðir okkar saman í samstarfi á sviði félagsmála fyrir
sveit okkar, m.a. alllengi í sveitarstjórn, og í stjórn Sjúkrasamlags
Engihliðarhrepps þann tíma allan sem það starfaði, eða nokkuð á
þriðja tug ára, og var hann þar formaður.
í ungmennafélagi sveitarinnar var hann frammámaður um árabil,
og auðvitað var hann lífið og sálin i lestrarfélagi hreppsins, veitti því
forstöðu, annaðist reikninghald þess og bókakaup um áratuga skeið.
Endurskoðandi reikninga sveitarfélagsins var hann líka í áratugi og í
stjórn Sögufélagins Húnvetningur alllengi. Ýmsum fleiri trúnaðar-
störfum gegndi hann, sem ég hirði ekki að telja hér upp.
En hverju því viðfangsefni, sem Jakob tók að sér að sinna, var vel
borgið, fyrir því var samviskusemi hans og vandvirkni trygging.
Mér var ljóst af löngum og allnánum kynnum okkar að Jakob er um
margt óvenjulegur maður. Góð greind, skapfesta, skörp athyglisgáfa,
áhugi fyrir bókum og fræðimennsku, og ákveðnar skoðanir á mönnum
og málefnum, eru þeir þættir í fari hans, sem engum dyljast, er einhver
samskipti hafa við hann.
En viðmælendur hans vita ekki fyrr en á reynir, hversu ófús hann er
til umræðu um vissa þætti sinnar ævi, og helst þá, sem mesta forvitni
vekja og aðdáun.
Þá verður ljóst að bak við yfirborðið, sem við öllum blasir, bak við
hæglátt fas og prúðmennsku þessa fatlaða manns, eru eðlisþættir og
tilfinningar, sem ekki er flíkað við öll tækifæri, né framan í hvern sem
er.
Og nú tekur Jakob við frásögninni þar sem hann situr á svefnsóf-
anum sinum.