Húnavaka - 01.05.1979, Qupperneq 15
HÚNAVAKA
13
Ég er fæddur að Forsæludal í Vatnsdal 26. október 1896, var skirður
af prestinum þar, sr. Hjörleifi Einarssyni á Undirfelli þann 15.
desember sama ár, og hlaut nafnið Jakob Benedikt. Ég var látinn heita
í höfuðið á móðurbróður mínum, Jakob Benedikt Bjarnasyni, sem
vinnumaður var á Holtastöðum í Langadal og drukknaði i Blöndu
haustið 1894.
Hirti hann fé á beitarhúsum, sem voru vestan ár, og gekk heimanað
til húsanna. Fór hann á ferju yfir ána, sem rann á milli skara, en var
auð á bolnum. Venja var að hýsa féð seint og var því ætið orðið myrkt
þegar heim var farið. Hlákumyrkur var kvöldið, sem slysið varð, og
skarirnar því flughálar. Hefir Jakobi sennilega orðið fótaskortur þar
sem hann var að bjástra við bátinn, öðruhvoru megin ár, þó slíkt verði
ekki vitað með neinni vissu, því „fátt segir af einum“.
Móðir mín var Guðrún, f. 29. júli 1875, d. 3. ágúst 1967. Foreldrar
hennar voru Anna María Benediktsdóttir, Björnssonar frá Dæli í
Víðidal, og Bjarni Gestsson bóndi að Syðri-Þverá. Bjarni var fæddur
1829 og dó að Björnólfsstöðum í Langadal. Gestur var hálfbróðir
Hjallalands-Helgu; faðir þeirra var Þórarinn frá Haga í Þingi, Jóns-
son, Guðmundssonar, Arasonar af Rauðbrotaætt, sem kennd er við
Jón rauðbrota í Miðfirði.
Faðir minn Bjarni var f. 20. mars 1863, d. 22. desember 1945,
Magnússon, Guðmundssonar í Dæli í Viðidal, síðast á Bergsstöðum i
Miðfirði, og konu hans Guðrúnar Þorsteinsdóttur. Átti hann heima á
Hjallalandi og stundaði mikið járnsmíði. Síðar fluttist hann vestur í
Dalasýslu kvæntist þar, og átti lengst af heima í Stykkishólmi og
andaðist þar.
Eg ólst upp á vegum móður minnar. Hún var ráðskona i Forsælu-
dal, en vorið 1899, þegar ég var tveggja og hálfs árs, réðist hún sem
vinnukona að Geitaskarði, og hafði mig þar með sér. Þar var hún að
þessu sinni ekki nema eitt ár. Næstu árin var hún á ýmsum stöðum í
Engihlíðarhreppnum, en mér var komið fyrir hjá frændfólki mínu á
Björnólfsstöðum. Húsfreyjan þar var móðursystir min. Hún hét
Hólmfríður og maður hennar Gestur Guðmundsson. Þau voru syst-
kinabörn. Hjá þeim var ég í fimm ár. Dvölin hjá þessu frændfólki
mínu varð mér áreiðanlega heilladrjúg. Það var bókhneigt og fróð-
leiksfúst, og þar lærði ég að lesa, var orðinn læs fimm ára.
Eg tel að á Björnólfsstöðum hafi bókin náð þeim tökum á mér, sem
hún aldrei síðan sleppti. Það var líka á þessum árum, sem ég eignaðist