Húnavaka - 01.05.1979, Page 16
14
HÚNAVAKA
mína fyrstu bók. Var gefin hún af móðurbróður mínum, sem Þórarinn
hét. Þetta mun hafa verið árið 1903. Bókin var Nýja Testamentið, og
ég á það ennþá.
Nokkur ár liðu svo þar til ég eignaðist hina næstu, Ljóðmæli
Jónasar Hallgrímssonar. Ég keypti hana fyrir eigið fé kr. 5,50 og var
hún talin dýr. Þessa bók á ég líka enn. Trúlega á hneigð mín til
bókasöfnunar rætur í þessum fyrstu tveimur, sem ég eignaðist.
Frá Björnólfsstöðum fór ég að Geitaskarði og var þar í eitt ár. Svo
sem áður segir var móðir mín í vistum á ýmsum stöðum um þessar
mundir, en árin 1905—1907 er hún vinnukona í Hvammi í Langadal.
Þann 14. júlí 1906 eignaðist hún tvíbura, stúlkur, sem skírðar voru
Valgerður Guðmundinna og Ósk Halldóra. Faðir þeirra var Halldór
Guðmundsson, sem þá var vinnumaður í Hvammi. Halldór er hálf-
bróðir hinna kunnu Hvammssystkina. Síðar bjó hann lengi í Efri—
Lækjardal og dvelur þar nú í hárri elli. Vorið 1907 fluttu þau að
Móbergi, móðir mín og Halldór, tóku 2/3 hluta jarðarinnar til ábúð-
ar, en voru þar ekki nema árið. Dóttur eignuðust þau þar, sem skírð
var Hólmfriður. Hún dó nokkurra mánaða gömul.
Frá Móbergi fluttu þau að Refsstöðum á Laxárdal, en jörðina hafði
Halldór keypt um veturinn með öðrum manni og var verðið kr. 1.600,
og fór ég þangað með þeim.
Vorið 1911 þann 18. júní var ég fermdur í Holtastaðakirkju. Það ár
hættu þau búskap á Refsstöðum, fóru bæði að Hvammi í Langadal,
Halldór í vinnumennsku, en móðir mín í húsmennsku með dætur
þeirra. Syni þeirra, Skarphéðni, sem fæddur var 17. júní 1909, var
komið í fóstur til hjónanna Gunnars Jónssonar og Guðríðar Einars-
dóttur, sem bjuggu á Ysta-Gili, en síðar á Blöndubakka. Hjá þeim ólst
hann upp til fermingaraldurs. Fermingarárið mitt fór ég fyrst í
vinnumennsku og þá að Refsstöðum til hjónanna Björns L. Gestssonar
frá Björnólfsstöðum og Maríu Guðmundsdóttur frá Miðgili, en Björn
hafði um vorið keypt hlut Halldórs í jörðinni.
Á Refsstöðum var ég i tvö ár eða til 1913. Fyrra árið hafði ég kr. 50 í
kaup, en hið síðara kr. 55. Upp úr þessu var ég svo í vinnumennsku
hingað og þangað. Lengst þó á Strjúgsstöðum, í þrjú ár, hjá þeim
hjónum Jóni Stefánssyni og Helgu Jónsdóttur og voru þau bæði hinir
ágætustu húsbændur. Þar hafði ég í kaup tvö fyrri árin kr. 90, en hið
síðasta kr. 120.
Vorið 1916 byrjuðu þau búskap aftur móðir mín og Halldór, og nú
J