Húnavaka - 01.05.1979, Síða 18
16
HÚNAVAKA
dóri, og á Síðu hjá hjónunum Einari Guðmundssyni og Sigurlaugu Þ.
Björnsdóttur. Þegar hér var komið hafði ég fastnað mér konu, Elin-
borgu Ósk dóttur þeirra Síðuhjóna. Vorið 1929 fengum við til bygg-
ingar 1/3 hluta Síðu til eins árs.
Þann 3. ágúst þetta sumar giftum við Elinborg okkur. Við upphaf
búskapar okkar var bústofninn þessi: Ein kýr, sem við keyptum um
vorið í skuld, tuttugu og fimm kindur og sex hross. Vorið 1930 fengum
við 2/3 hluta jarðarinnar til ábúðar. Eftirgjaldið var kr. 200 auk
leiguliðabótar, sem var kr. 50, eða samtals kr. 250 á ári. Ég tók að mér
alla hirðingu á skepnum Einars og sú greiðsla, sem ég fékk fyrir það
kom til frádráttar á eftirgjaldinu. Þessi greiðsla var: Fyrir kú kr. 12,
fyrir kind kr. 2 og fyrir hross á húsi meirihluta vetrar kr. 10 og fyrir að
líta eftir hrossum, sem úti gengu kr. 1 á haus. Samtals gerði þetta á ári
eitthvað nálægt kr. 150, en var lítilsháttar breytilegt eftir skepnutölu.
Árið 1932 dó Sigurlaug tengdamóðir mín, en Einar leysti til sín
hluta erfingja í jörðinni og hélt áfram búskap á 1/3 parti. Ráðskona
hjá honum var Magdalena dóttir hans.
Hinn 18. febrúar 1936 andaðist Einar. Uppgjör fór fram á dánar-
búinu, og þegar skuldir voru greiddar, urðu það kr. 91,25, sem komu i
hlut hvers erfingja, en þeir voru fjórir. Ekki hafði hvarflað að okkur
Elinborgu, að við gætum eignast jörðina. Við áttum enga peninga til.
Líka hafði ég lítillega orðið þess var, að til voru þeir sem ekki töldu
okkur æskilegustu ábúendur þar. En velviljaðir menn hvöttu okkur
aftur á móti til að ráðast í kaupin og studdu okkur með ráðum og dáð.
Og svo fór að þau voru ákveðin í samkomulagi við erfingjana. Verðið
var kr. 6.000. Tvö lán hvíldu á jörðinni: Við söfnunarsjóð íslands kr.
3.489,98 og við Kreppulánasjóð kr. 821,27 eða samtals kr. 4.303,25.
Við þessum skuldum tók ég og tók jafnframt að mér að greiða eftir-
stöðvar kaupverðsins kr. 1.696,75 til Magdalenu mágkonu minnar, en
hún átti nokkra upphæð inni hjá dánarbúinu, vinnulaun o. fl.
Hófum við nú búskap á allri jörðinni. Magdalena varð hér heimil-
isföst áfram, vann hjá okkur Elinborgu að sumrinu, og aðra tíma svo
sem þurfti, en hjá öðrum eftir því sem til féll. Skepnur átti hún jafnan
nokkrar og voru þær á fóðrum hér. Hún var okkur styrk stoð og jafnan
reiðubúin til hjálpar.
Þess hefir ekki verið getið enn í þessari frásögn minni, að strax árið
eftir að ég kvæntist fór heilsa mín að bila. Kenndi þá fyrst liðagigtar,
sem síðar ágerðist og enga bót virtist hægt á að ráða, þrátt fyrir tíða leit