Húnavaka - 01.05.1979, Page 20
18
HÚNAVAKA
ingur og átti þaðan ekki afturkvæmt. Hún andaðist þar 9. desember
1972 og var jarðsett að Höskuldsstöðum 16. sama mánaðar. Elinborg
var mér góður lífsförunautur. Hún var mér „það sem hönd er hendi og
fótur fæti“, eins og segir í fornri sögu, og er mér skylt að geta hennar
nokkru nánar, en gert hefur verið hér að framan.
Hún er fædd að Síðu 27. febrúar árið 1900. Foreldrar hennar voru
Einar bóndi þar, Guðmundsson, bónda í Þverárdal, en móðir Einars
var Ósk Pétursdóttir, Arngrímssonar frá Geirmundarstöðum í Skaga-
firði. Sigurlaug Þorbjörg kona Einars, móðir Elinborgar, var Björns-
dóttir, er almennt var kallaður Marka-Björn (nefndur svo sökum þess
hve fróður hann var um, og minnugur á, mörk) og konu hans Elísa-
betar Erlendsdóttur.
Elinborg ólst upp hjá foreldrum sínum á Síðu og átti þar heima til
æviloka. Einn vetur dvaldi hún við nám í Reykjavík. Lærði þar
karlmannafatasaum, og hluta úr vetri var hún á Kvennaskólanum á
Blönduósi. Að öðru leyti dvaldi hún á Síðu og vann foreldrum sínum
þar til við giftum okkur og hennar eigið heimili krafðist krafta hennar.
Elinborg var meðalkona á vöxt, jarphærð og hárið mikið og fallegt.
Sviphrein með gráblá augu. Hún var ákveðin og sjálfstæð í skoðunum,
einörð og hreinskilin, fljót að ráða fram úr hverjum vanda og æðraðist
lítt. Söngelsk var hún og starfaði lengi í söngflokki við Höskulds-
staðakirkju, félagslynd og glaðvær og um langt árabil þátttakandi í
starfi bæði kvenfélags og ungmennafélags. Hún var trúuð kona, treysti
á Guð og handleiðslu hans í hvívetna. Hún var fegurðardýrkandi. Á
búskaparárum okkar höfðum við á hverju sumri fleiri eða færri ung-
linga. Allir báru þeir sérstakan hlýhug til Elinborgar ávallt síðan, svo
og foreldrar þeirra. Hún vildi allra vanda leysa, og öllum gott gera.
Á kreppuárunum, fjórða áratugnum, fór lítið fyrir söfnun bóka hjá
mér. Lá hún næstum alveg niðri. Ég keypti lítið annað en það sem ég
var áskrifandi að, svo sem rit Hins Islenska Bókmenntafélags, Sögu-
félagsins, Búnaðarritið og þess háttar. Þessi ár voru öllum erfið fjár-
hagslega. Efnahagskreppan og seinna mæðiveikin brenndi þau sínu
marki. Þegar harðast kreppti að á þessu tímabili, neyddist ég til að
selja nokkuð af mínum verðmætustu bókum, þar á meðal Klaustur-
póstinn allan, og hefi síðan ekki getað bætt mér það upp.
Það var ekki fyrr en upp úr stríðinu að söfnun komst á rekspöl aftur.
Að mestu leyti fór grennslan mín eftir bókum fram bréflega. Vanheilsa
j