Húnavaka - 01.05.1979, Page 22
20
HÚNAVAKA
Jakob við bókaskápim.
Ljósm.: B. S.
vel þá áhættu og erfiðleika, sem þvi fylgja, að lifa á viðskiptum við
moldina. Og þó glíman væri ströng og virtist tvísýn í bili, kusum við
þá áhættu fremur en hina, sem í því fólst að hasla okkur völl á nýjum
og óþekktum starfsvettvangi. Auk þess, sem okkur fannst það bera
nokkurn keim af flótta.
Og áfram þraukuðum við hér á Síðu, án iðrunar. Það liggur í
hlutarins eðli að við hjónin áttum okkar áætlanir og drauma um
margháttaðar umbætur á býlinu okkar, og þó nokkuð ynnist í þá
áttina, varð það miklu minna en við vildum, og orðið hefði ef starfs-
þrek mitt hefði ekki lamast. Þau verða ekki fyrirferðarmikil dags-
verkin, sem unnin eru á hnjánum. En þessir draumar okkar Elin-
borgar eru nú allir orðnir að veruleika og vel það. Um það hafa þau séð
dóttir okkar og tengdasonur og börn þeirra. Ræktunin hefur marg-
faldast og nýbyggingar risið yfir fólk og fénað. Síða er góð jörð og á það
skilið að vel sé við hana gert.
Eg er þakklátur fyrir að hafa fengið vissu fyrir þvi að ákvörðunin,
sem á sínum tima var tekin um að berjast til þrautar hér á Síðu, var
rétt.
Og í lokin þetta: Þrátt fyrir margháttaða erfiðleika, sem ég hefi haft
við að fást, og vonbrigði þeim tengd, hafa öfund, beiskja eða fjand-
Fjórir œtlliðir: Jakob, Erla, Sigurður og
Pétur Róbert.