Húnavaka - 01.05.1979, Side 25
HÚNAVAKA
23
sama stað. Það var sagt, að í bæjargöngunum væri kaldast og jafnastur
hiti allar árstíðir, svo það sem í kistunni væri geymdist best á þessum
stað.
Það var líka eins og einhver helgi væri yfir þessari kistu. Ekki mátti
leggja neitt frá sér á hana, hvorki hnakk, beizli né annað slíkt, en
enginn amaðist við því, þó hlutir væru lagðir á aðra kistu, sem stóð ögn
innar í göngunum, enda var sú kista ekki með rósum eða kúptu loki og
í henni voru geymd smíðatól.
Lítill drengur, í gömlum torfbæ með löngum göngum frá útidyrum
til baðstofu, leit alltaf til kistunnar þegar hann gekk um göngin, hvort
heldur að hann fór inn eða út. Hann vissi að hún geymdi það sem
hann langaði mest í, — mat.
Það var dag einn síðla sumars, réttnefndan þerridag með hlýjum
sunnan andvara og glaða sólskini. Blátt himinhvolfið var fagurt og vítt
og hvergi sást ský á lofti. Allt fólkið á bænum var komið út í hey, en
heyið var mikið bæði flatt og í föngum og það var keppst við að breiða
og rifja. Húsmóðirin hljóp heim að bænum eftir mat og kaffi þegar að
því kom, en það var eins og enginn mætti vera að því að borða. Einn
vinnumaðurinn, piltur á átjánda ári, kom síðastur í matinn, þegar hitt
fólkið var sezt. Hann greip skammtinn sinn, saup vellinginn af skál-
arbarminum, og tók svo átmatinn, sem var kjöt og kartöflur, í lófa sinn
og hljóp aftur við fót að hrífunni sinni. Kaupakonan fór að dæmi hans.
Um nónbil var kaffi sötrað án þess að leggja frá sér hrífu. Svitadropar
voru á andliti hvers manns.
Dagurinn leið í önn og vinnugleði. Húmið færðist hægt yfir og þá
var allt heyið uppsætt. Fólkið hallaði sér fram á hrífurnar og kastaði
mæðinni, þurrkaði svitann af andlitinu í skyrtuermarnar eða svunt-
urnar og leit yfir dagsverkið. Alls staðar voru sæti, smá og stór, að
hverfa í dökknandi húmið. „Þakka ykkur fyrir vetrarforðann,“ sagði
húsbóndinn loks og svo var lagt af stað til hvíldar heim í bæinn.
Þegar fólkið gekk heim túnið sá það ljós í bæjardyrunum. Það var
því nýtt. f bæjargöngunum stóð húsmóðirin við kistuna sína opna. I
kistunni var hátíðamatur, jólakaka, steiktir partar og brauð, fallega
upp raðað. í öðrum enda kistunnar var stór handraði, lok hans stóð
líka opið, en á því var fallega máluð rós. I handraðanum voru rúsínur,
kandíssykur, og ögn af súkkulaði. Konan benti ofan i kistuna og sagði
stillilega: „Gjörið þið svo vel og fáið ykkur það sem þið viljið. Þetta er
mitt þakklæti fyrir vinnu ykkar í dag.“ Allir tóku eitthvað, en vinnu-