Húnavaka - 01.05.1979, Side 26
24
HÚNAVAKA
maðurinn og kaupakonan, sem áður voru nefnd, þó minnst og þessu
veitti húsmóðirin eftirtekt, beygði sig yfir kistuna eftir rúsínum og
súkkulaði og rétti þeim um leið og hún sagði: „Þið eruð lítillát en stór
í verkum ykkar.“ Hún brosti til þeirra, en þau litu hvort á annað og
fóru hjá sér. „Framtíð ykkar verður björt,“ hélt húsmóðirin áfram,
„Guð launi ykkur fyrir mig.“ Svo lokaði hún kistunni.
Allir gengu sælir til hvíldar með það í höndum, sem þeim hafði
verið gefið úr gömlu kistunni. Það var ekki aðeins góðgætið sem gladdi
sálina, heldur þakklætið.
Árin hafa liðið og gömlu bæjargöngin eru horfin. I þeirra stað er
komin forstofa og þar er engin kista. Gamla kistan er komin til
Reykjavíkur og stendur í stofunni hjá sonardóttur húsmóðurinnar,
sem eitt sinn opnaði hana fyrir fólki sínu í lok heyskapar. Nú er kistan
tóm, og stendur þarna innan um nútíma húsgögn, lítil að því er yngra
fólki finnst, en eldra fólkinu finnst hún falleg og stór og segja gamla
sögu.
*
Á KVÖLDIN SPILA ÞEIR OG DREKKA PÚNS
Reykjavík er án efa versti staðurinn á Islandi til þess að dvelja í að vetrarlagi.
Félagsbragurinn er hinn auðvirðilegasti sem hugsast getur. Þar er samkomustaður
ýmsra útlendinga er dvelja á Islandi aðeins í gróðaskyni. Þar er ekki aðeins hörmuleg
auðn fyrir trúaða menn, heldur einnig algjör vöntun á hverri uppsprettu andlegrar
nautnar. Hinir útlendu menn sitja vanalega allan daginn auðum höndum með
tóbakspípu í munninum en á kvöldin spila þeir og drekka púns.
Þar eru haldnir tveir eða þrir dansleikir á hverjum vetri og stundum leika helstu
íbúarnir sjónleik.
Ferðabók Ebeneser Hendersson.
Anno 1821: Mál voru þá ýmisleg og eigi mjög merkileg, nema Björn Biöndal
sýslumaður Húnvetninga hafði jafnan mikið að annast, og mest að sinni, áður hann
fékk lokið málum Isleifs þjófs og hans fylgismanna, svo óhægt sem orðið var að koma
stuldum í ljós, því þjófar voru miklu kænni en áður, en máttu eigi takast að óprófuðu,
og að engu þröngva þeim.
\
Árbækur Espólíns.