Húnavaka - 01.05.1979, Page 30
28
HÚNAVAKA
Nú gekkst þú menntabrautina. Hvert var upþhafið að þinni skólagöngu?
— Barnaskólanámið var nú ekki langt. Einn vetur var kennari
heima á Kóngsbakka, sem kenndi mér, síðan gekk ég í barnaskólann í
Stykkishólmi veturinn 1910 til 1911, en þá um vorið fermdist ég.
Síðan liggur leiðin í Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Þar hóf ég nám
haustið 1913 og lauk þaðan prófi vorið 1916. í þeim skóla var gott og
skemmtilgt að vera og var það sá besti skóli, sem ég gekk í.
I Flensborg var heimavist og höfðum við nemendur allt uppihald í
skólanum. Mikil samskipti voru milli okkar og eignaðist ég fjöldann
allan af vinum og kunningjum, sem ég hélt tengslum við alla tið síðan.
Eg minnist sérstaklega þriggja herbergisfélaga minna, en þeir voru:
Stefán Diðriksson síðar kaupfélagsstjóri að Borg í Grímsnesi, Sigurður
Greipsson síðar skólastjóri í Haukadal og Sigurður Einarsson, sem
síðar varð bóndi í Vogi á Mýrum. Hann var kominn um þrítugt, elstur
skólapilta. Við hinir vorum flestir innan við tvítugt. Greindur var
Sigurður og hagmæltur vel og eina skáldið, sem ég man eftir í skólan-
um.
Síðasta veturinn, sem við vorum saman, orti hann þessar vísur til
mín:
Góðan dag og gleðilegt sumar
gefi þér himnafaðirinn,
og sumarbjarta ævi alla.
Alúðarþökk fyrir veturinn.
Samveran er nú senn á enda,
þú sérð það líka, Steini minn.
Þó við aldrei oftar sjáumst,
áttu samt þökk fyrir veturinn.
Var mikið félagslíf í skólanum?
— Það var mikið félagslíf og mörg félög starfandi. Annað hvort
laugardagskvöld var dansað og var þar oft mikið fjör og dönsuðu
menn af hjartans lyst. Undirspilið var annað hvort grammafónn, eða
einhver lék undir dansinum á orgel skólans. Hitt laugardagskvöldið
var málfundur. Þar voru mörg mál rædd og margir tóku þátt í um-
ræðurn. Þá var skólablað gefið út og sitthvað fleira mætti nefna.
Nú skipaði skólastjóri þig umsjónarmann skólans síðasta vetur þinn í skólan-
um. í hverju fólsl það starf?