Húnavaka - 01.05.1979, Page 32
30
HÚNAVAKA
Auk þessa átti ég nokkur hundruð króna í arf eftir föður minn og
góðir menn hjálpuðu mér mikið á námsárum mínum.
En fjárráðin voru aldrei mikil og maður mátti engu sólunda. Því tók
ég það ráð að lesa bæði fimmta og sjötta bekk menntaskólans utan-
skóla og fór yfir allt námsefnið á einum vetri. Þetta gerðum við
Sveinbjörn báðir.
Frændi minn, Bjarni Magnússon sem var járnsmiður í Stykkis-
hólmi, bauð mér að vera þar veturinn, sem ég las utanskóla. Það boð
þáði ég með þökkum. Ég sendi farangur minn með skipi frá Blönduósi
og átti koffortið að vera komið á undan mér til Stykkishólms. Sjálfur
fór ég gangandi. En þegar vestur kom var ekkert koffort komið. Var
það mjög bagalegt, enda hafði ég aðeins haft eina bók meðferðis til að
líta í á leiðinni. Allar aðrar bækur mínar voru í koffortinu. Þar voru
einnig föt mín og annað dót.
Það vildi mér til happs að í Stykkishólmi dvaldi annar ungur
maður, Gústaf Adolf Sveinsson síðar lögfræðingur. Hann var einnig
að lesa undir stúdentspróf. Lánaði hann mér bækur og einnig lásum
við oft saman. Leið svo tíminn fram undir jól.
Þá þótti mér ekki fært annað en fara suður til þess að afla mér nýrra
bóka, enda taldi ég koffort mitt glatað. Eftir það dvaldi ég í Reykjavík
fram í júní eða allt þar til ég hafði lokið stúdentsprófi.
Við Sveinbjörn Högnason lásum saman. Lögðum við hart að okkur
við námið og sváfum lítið. Oft var lesið langt fram á nótt og snemma
risið úr rekkju. Að jafnaði sváfum við aðeins fimm til sex tíma á
sólarhring, svo veturinn var strangur. En þetta var ekki langur tími og
allt í lagi að leggja hart að sér.
Af kofforti mínu er það hins vegar að segja að löngu eftir að ég var
hættur öllu nárni og sestur að í Steinnesi var mér tilkynnt að ég ætti
koffort á Blönduósi. Þar var koffort mitt kornið. Taldi ég, og tel enn, að
það hafi aldrei verið sent frá Blönduósi, en fullvrt var að það hefði
verið sent til Stykkishólms, en komið aftur til baka. Sönnur í þessu
máli fást þó aldrei.
Haustið 1918 sest ég svo í guðfræðideild háskólans og stunda þar
nám fram í febrúar 1922, að ég útskrifast úr deildinni. Námið þar var
eftirminnilegt og skemmtilegt og þar var margt góðra kennara.
Hvað tók síðan við að námi loknu?
Ég gerðist þingskrifari að loknu guðfræðiprófi og stundaði það starf