Húnavaka - 01.05.1979, Side 33
HÚNAVAKA
31
fram á vor. Þá voru allar ræður skrifaðar niður og vorum við sex, sem
skrifuðum í efri deild og átta í neðri deild. Siðan áttu þeir, sem
skrifuðu í efri deild, einnig að skrá ræður í sameinuðu þingi.
Við unnum alltaf tveir og tveir saman. Rituðum fyrst uppkast,
yfirfórum síðar og bárum saman, en hreinrituðum að lokum. Að því
búnu voru þingmönnunum fengnar ræðurnar til yfirferðar og leið-
réttu þeir, ef þeim fannst rangt eftir sér haft. Notuðu sumir sér þann
rétt, en aðrir ekki. T.d. breytti Bjarni frá Vogi aldrei neinu og ég er
ekki einu sinni viss um að hann hafi lesið ræðurnar yfir. Aðrir fóru hins
vegar vandlega yfir og breyttu oft miklu. T.d. man ég eftir Sveini í
Firði. Hann breytti yfirleitt miklu, þrátt fyrir það, að mjög gott var að
skrifa ræður orðrétt eftir honum. En stundum sjá menn að betur má
fara, þegar þeir sjá ræðurnar á prenti.
Þessi tími var mjög skemmtilegur og gaman að hafa samskipti við
þingmennina. Þá voru margir minnisstæðir menn á þingi og áttum við
góð samskipti við þá.
Lcerðuð þið hraðritun, til þess að ná rœðunum niður?
— Nei, enginn okkar kunni hraðritun. En við skráðum hjá okkur
aðalatriðin, og færðum síðan í letur að loknum þingfundum. Urðum
við þá oft að færa ræðurnar nokkuð í stílinn og haga á þann veg, sem
okkur þótti best fara.
Eru þingrœður frá þessum tíma þá ekki miklu lœsilegri en síðari tíma rœður,
þegar þœr eru teknar á segulband, og skráðar orðrétt?
— Ekki veit ég það, en margir þingritarar voru mjög leiknir við að
stílfæra ræður og gerðu það lista vel.
Hvað tók við að loknum þessum vetri?
— Þá um vorið var ég beðinn að fara norður í Þingeyraklausturs-
prestakall og gerast aðstoðarprestur hjá sr. Bjarna Pálssyni í Steinnesi.
Stuttu eftir að ég kom norður dó sr. Bjarni og þjónaði ég prestakallinu
einn eftir það.
Við Ólína Benediktsdóttir frá Ási giftum okkar þann 13. júlí. Um
sumarið bjuggum við í Ási, en næsta vetur á Akri. Vorið eftir fluttum
við síðan að Steinnesi.
Hvernig var að gerast þrestur í sveit á íslandi á þriðja áratug þessarar aldar?
— Það var að ýmsu leyti erfitt. Ferðalög voru mikil og allar ferðir