Húnavaka - 01.05.1979, Page 42
40
HÚNAVAKA
annarra, sem vináttu og velvilja hafa sýnt mér. Sérstakar þakkir vil ég
einnig færa konu minni Ólínu, sem ávallt studdi mig vel í starfi. T.d.
var hún organisti í tveim sóknarkirkna minna um áratuga skeið.
Einnig vil ég þakka börnum okkar fyrir margháttaðan stuðning, sér-
staklega eftir að við fluttum hingað suður.
Hingað að Bugðulæk 13 hafa margir vinir frá fyrri árum komið í
heimsókn okkur hjónunum til mikillar ánægju, og hér fyrir sunnan
höfum við eignast marga nýja vini. Húnvetningafélagið í Reykjavík
hefur sýnt okkur mikla velvild, gert mig að heiðursfélaga og ávallt er
okkur boðið á samkomur hjá félaginu.
Loks vil ég geta þess, að þegar ég hætti að þjóna sem prestur fyrir
norðan og flutti suður, var mér og fjölskyldu minni haldið veglegt
samsæti í Félagsheimilinu á Blönduósi. Þangað kom fjöldi fólks, sem
sýndi okkur vináttu og hlýhug og þaðan vorum við leyst út dýrum
gjöfum. Fyrir þær og allar aðrar gjafir, sem okkur hafa verið gefnar
viljum við þakka af alhug.
*
ÞÚ liggur þarna
Einu sinni átti sira Sigurður prestur á Auðkúlu að jarða bónda í sveitinni, sem
honum hafði þótt tregur til að gjalda sér, enda þótt efnaður væri. Prestur var beðinn
að halda ræðu yfir manninum, en þegar komið var í kirkju, gekk prestur að kistunni og
mælti fram þessa visu:
Þú liggur þarna, laufaver,
lúnóttur i grafarhver.
Fleira ég ekki þyl yfir þér,
þú þrjóskaðist við að gjalda mér.
„Nú megið þið fara með hann piltar“, og fékkst prestur ekki til að tala meira yfir
honum.
Úr þjóðsögum.