Húnavaka - 01.05.1979, Page 47
HÚNAVAKA
45
líf margra og orðið undirrót mikillar óhæfu og ævilangrar ógæfu. Ég
held að okkar samtíð megi alvarlega gæta sín í þessum efnum.
Menningarvitum ýmsum og listamönnum mörgum svo og þeim, sem
áhrifamestu fjölmiðlum ráða, virðist það mest í mun að ala á óþverr-
anum og ausa honum yfir alþjóð. Það er hæðst að hinu heilaga, hreina
og háa, en hitt vegsamað sem lágt er, ljótt og lítilmótlegt. Ekki er hægt
með tölum að sýna fram á það hve margar saklausar sálir hljóta af
þessu varanlegt tjón. En vaxandi lausung og afbrot tala þó skýru máli.
Þess vegna vil ég að lokum segja við ykkur hin eldri: Gefið gaum að
hinni eftirminnilegu áminningu hr. Wedgewood. Með ógætilegum og
illum orðum og gjörðum er hægt að eyðileggja það sem aldrei verður
bætt. Höfum því aðgát í nærveru sálar.
Og ykkur hin yngri bið ég einnig að fara að öllu með gát. Margt af
því sem fyrir augu ykkar og eyru ber er viðsjárvert. Verið ekki eins
áhrifagjörn og drengurinn i sögunni. Reynið að greina á milli góðs og
ills. Látið það hjálpa ykkur í vali ykkar að Guð hefir gefið ykkur
fyrirmynd í Jesú Kristi. Sé hann hafður með í ráðum er það öruggt að
þið komið heil frá þeirri hildi sem í heimi okkar er háð um mannssál-
irnar.
Ég óska þess að öllum vegni vel og að blessun Guðs breiðist æ yfir
Húnaþing og íbúa þess.
*
ALDAR SIÐUR
Lengst af sautjándu öld var hinn sami siður i landi breytingalaus. Alþýða var mjög
fáfróð líkt sem i hinni fyrri öld og atburðalítil til að betra vinnu sína, kunnu flestir lítt
til og var all hugsunarlítil sem fyrri, og sem þá var víða og fráleit öllum breytingum.
Var því manndómur lítill og fór ei landi fram þó all árgott væri, og var þó hvergi
meira iðjuleysi en síðan og ekki óhóf á klæðaburði eða haldi alþýðu. Var viðurlifi oft
hart, en klæðnaður með ullarlit eða sortaður. Hafði verið siður til þessa að karlmenn
höfðu kýlabrækur, en konur sokka hvíta eða svarta, þó mátti það nokkuð valda fátæki
almúga að kauphöndlun var ekki góð, en landskuldir tvöfaldar við það er siðar varð.
Höfðingjar létu skegg vaxa sér niður af hökunni, en rökuðu kjálkana og hina efri
grön. Nálega var allt fólk undirlagið hjátrú og teikna trú og ei höfðu menn þau
greindarvisindi er vel máttu skilja satt frá ósönnu.
Árbækur Espólins.