Húnavaka - 01.05.1979, Síða 51
HÚNAVAKA
49
inu, sem hann leiddi lengst af fram til 1963 ásamt Bjarna Einarssyni,
en þá tekur Skúli Pálsson við og er formaður næstu 12 ár. Þá Jóhanna
Agústsdóttir í tvö ár, og núverandi formaður er Sigurður Þorsteinsson.
Eg lék fyrst með Ungmennafélaginu árið 1937. Þá kom Tómas og bað
mig að leika 86 ára gamla konu, sem var heyrnarlaus í þokkabót.
Bjarni smíðaði handa mér lúður eða trekt til að láta fólkið tala í. Þetta
gekk bærilega. Kennslukona við Kvennaskólann sagði við mig á eftir:
„Mikið lifandi skelfing varstu lik henni ömmu þinni“.
Það var þröngt í Samkomuhúsinu, sérstaklega á Húnavöku. Húsið
tók ekki nema rúmlega tvöhundruð manns, þótt oft væri fleirum
troðið í það. Leikendur höfðu lengst af ekkert búningsherbergi, heldur
urðu þeir að búa sig á sviðinu fyrir sýningu. Þegar við vorum að æfa
Mann og konu fengum við litla herbergið, sem var notað fyrir miða-
sölu, og fórum upp um lúgu sem var í gólfinu á sviðinu. Það var svo
þröngt í herberginu að ekki var hægt að koma fyrir stólum þar, allir
urðu því að standa upp á endann. Það liðu oft sex klukkustundir frá
því við mættum og þar til leiknum lauk.
Þegar íbúðin losnaði niðri fengum við ágæta aðstöðu þar og smíð-
aður var stigi upp á sviðið.
Árið 1940 var merkisár hjá okkur, því þá fengum við Harald Á.
Sigurðsson til að hjálpa okkur. Hann lék Þorlák þreytta í samnefndu
leikriti. Það var gott að fá svo vanan mann til að leiðbeina okkur, en
ekki fannst okkur hann halda rullunni vel. Hann átti að kasta sér upp
í rúm á hótelinu, en rúmið brotnaði alltaf niður og þurfti að styrkja
það eftir hverja sýningu, lenti það allt á Bjarna Einarssyni. Hann hafði
orð á því að mikið þyrfti til svo rúmið héldi.
Við höfðum í mörg ár alveg sérstaklega góðan hvíslara, Ara Guð-
mundsson. Það þurfti aldrei annað en líta fram í hornið þá sá maður á
andlitinu á honum hvað átti að koma næst. Hann kunni leikritið alltaf
utan að. Ari var einnig mjög passasamur með það að hver og einn
hefði með sér það sem þurfti inn á sviðið.
Ljósabúnaður var lítill í Samkomuhúsinu nema síðustu árin. Eftir
að flutt var í Félagsheimilið sáu Ásgeir Jónsson og síðar Valur
Snorrason um lýsingu.
Tómas leikstýrði alltaf leikritum Leikfélags Blönduóss en þegar við
sýndum Ævintýri á gönguför hvíldi söngstjórn á Þorsteini Jónssyni
sýsluskrifara, en hann spilaði undir og æfði allan söng. Á seinni árum
leikstýrði Skúli Pálsson, og nú í nokkur skipti hafa verið keyptir að
4