Húnavaka - 01.05.1979, Page 54
52
HÚNAVAKA
mennasambandsins og aðsóknin var mikil. Hann var á hverri einustu
sýningu og hann sagði alltaf: „Getið þið ekki þjappað ykkur fastar
saman, getið þið ekki þjappað ykkur saman um miðjuna,“ og tróð
svoleiðis í húsið að þegar tjaldið var dregið frá kom hitagusan á móti
manni.
Fyrsta skipti, sem leikrit er sýnt utan Blönduóss, er árið 1950, en þá
er farið til Sauðárkróks með gamanleikinn Orustan á Hálogalandi.
Hann var sýndur þrisvar sinnum þar við mjög góða aðsókn og stór-
kostlegar undirtektir. Einnig hefur verið farið með leikrit til
Hvammstanga og Akureyrar. Árið 1952 lékum við Hallstein og Dóru,
og fengum þá Sigfús Halldórsson tónskáld til þess að hjálpa okkur við
uppsetninguna. Hann málaði fyrir okkur tjöldin og var fram yfir
sýningu. Himnaríkistjaldið sem hann málaði þótt ákaflega merkilegt.
Þetta voru mjög falleg leiksvið.
Nokkrum sinnum fengum við Jónas Þór frá Sauðárkróki til aðstoðar
við leiktjaldagerð og Herbert Sigfússon málarameistari á Siglufirði
málaði leiktjöld fyrir Þrjá skálka, ágæta vel.
Árið 1954 lékum við Skugga-Svein og Þorvaldur Þorláksson (Valdi í
Vísi) lék Skugga-Svein af mikilli snilld. Honum var skipað að gera
ekkert alla vikuna, helst að halda sig innan dyra svo að ugglaust væri
að hann fengi ekki kvef, og missti röddina, því að ekkert mátti koma
fyrir hann.
Þegar við áttum eftir að leika tvisvar þá veiktist Tórnas en hann lék
sýslumanninn. Það var búið að selja alla miða á sýningarnar svo nú
voru góð ráð dýr. Þá var leitað til Árna Þorbjörnssonar á Sauðárkróki,
en hann hafði leikið sýslumanninn fyrir tveimur árum þar. Hann kom,
las hlutverkið á leiðinni, og lék svo með okkur um kvöldið. Þetta gekk
ágætlega. Var þetta vel gert af Árna, bæði að fást til þessa og að geta
skilað hlutverkinu jafnvel og hann gerði. Tómas hresstist svo að hann
gat leikið á síðustu sýningunni.
Skugga-Sveinn var sýndur sjö sinnum, þar af ein barnasýning.
Tekjurnar voru brúttó 19.000 krónur og þar af fóru 11.000 í beinan
kostnað. Leikararnir fengu ekkert frekar en venja var. Þetta var alltaf
sjálfboðavinna hjá okkur.
Einu sinni var verið að sýna leik og það var ein manneskja inni á
sviðinu og skildi ekkert í því að enginn kom inn. Hún dustaði alla púða
og lagaði alla dúka þar til hún sá að svona gat þetta ekki gengið og fór
út af sviðinu og spurði hverju þetta sætti, hvort ætti ekki að halda