Húnavaka - 01.05.1979, Page 63
HÚNAVAKA
61
smalamennsku laut. Stundum munu hafa verið dálítið skiptar skoð-
anir um það, hversu snemma skyldi rúið, en ekki man ég eftir að það
yrði nokkru sinni að hörðu ágreiningsmáli. Hver og einn bóndi smal-
aði sitt heimaland, en á heiðina var farið í sameiginlega leit. Það var
kölluð vorleit. Á bæjunum fram að Marðanúpi var venjulega fátt fé af
bæjum utar í dalnum. Fjallið er þar miklu mjórra og auk þess hærra
heldur en þegar framar dregur og það voru fyrst og fremst hálsa- og
heiðalöndin, sem féð sótti eftir að komast í. I Hvammi voru um 400
fjár á fóðrum, en stundum ekki nema 50-60 ær eftir heima þegar rúið
var, hinar voru farnar fram i heimalönd fremstu bæja og sumar langt
fram á heiði.
Allt fé, sem kom fyrir á Marðarnúpi og Guðrúnarstöðum, var rekið
að Marðarnúpi og réttað þar, en fé úr heimalöndum bæjanna vestan
Tunguár og einnig heiðarféð var réttað í Þórormstungu. Á báðum
þessum bæjum voru stórar og góðar réttir, en þær nægðu samt hvergi
nærri til þess að hægt væri að rétta féð í einu lagi, það varð að minnsta
kosti að tvískipta því. Ekki var hægt að geyma seinni hópinn í fjár-
heldum girðingarhólfum, þau voru ekki til, en nokkurt aðhald var á
suma vegu og það mátti heita öruggt að féð sótti ekki norður. Heiða-
hugurinn sá um það.
Strax og búið var að reka féð í rétt, hófst sundurdráttur. Ekki gátu
þó allir dregið fé sitt samtímis, réttirnar voru hvorki nógu stórar né
margskiptar til þeirra hluta. Byrjað var á heimafénu og það sett í hús,
en síðan tekið til við hitt. Allir hjálpuðust að og það var gengið
rösklega til verks.
Meginhluti Hvammsfjárins, sem farinn var að heiman, kom fyrir á
Marðarnúpi og í Þórormstungu, en reytingur í Forsæludal. Svipað var
að segja um fé frá öðrum bæjum út í dalnum. Allt þetta fé varð að reka
heim. Þar var svo rúið dag og nótt og lítið sofið meðan á þessu stóð. í
Hvammi var fénu sleppt norður fyrir tún jafnóðum og það var rúið og
passað þar þangað til búið var að rýja.
En þetta var ekki þar með búið. Þegar lokið var að rýja var næsta
verkefni að reka féð á heiðina og það tók upp undir sólarhring. Engar
torfærur voru á leiðinni nema Vatnsdalsá. Yfir hana varð að sund-
leggja féð. Eg man þó ekki eftir nema einu óhappi þar. Þá drukknuðu
þrír fullorðnir hrútar. Þeir voru hornastórir og gekk illa að halda
hausnum upp úr vatninu. Oftast gekk vel að koma fénu út i ána, því að
ærnar vissu að óskaland þeirra, heiðin, var framundan. Þegar yfir ána