Húnavaka - 01.05.1979, Page 65
JÓN ÍSBERG:
Heimurinn versnandi fer?
Hversu oft heyrum við ekki þessa fullyrðingu, en er hún rétt? Nú í ár
er barnaár. Við eigum að leiða hugann að börnum okkar og aðbúnaði
þeirra. Talað er um, að foreldrarnir hafi gefist upp á uppeldi barn-
anna, og varpi þeim í fang vanbúinna skóla, dagheimila og leikskóla.
Síðastliðið sumar fór ég nokkrum sinnum með tveggja ára sonarson
minn á leikskólann hér á Blönduósi. Móttökurnar, sem hann fékk, eru
mér minnisstæðar. Stúlkurnar tóku á móti honum af slíkri hlýju og
alúð að maður hlaut að taka eftir því, enda hlakkaði hann bersýnilega
til þess að fara á morgnana og kom þaðan ánægður um hádegið. Þetta
gerist nú í hinum versnandi heimi
Til viðmiðunar set ég hérna glefsur úr bréfi móður til séra Eggerts
Ólafssonar Bríem. Bréfið er skrifað 28. mai 1880. Eitt nafn og heimili
kemur fyrir i bréfinu, sem ég felli niður, og læt punktalínu í staðinn.
Bréfið hljóðar svo:
Með línum þessum bið ég yður svo vel gjöra og láta mig skýlaust
vita, hvort það eru umsamin og óumbreytanleg lög að bjóða þurfi
manneskjur upp á opinberum fundi sem annað sölugóss, og hvort þér
hafið þessvegna neyðst til að ákveða Halldóru dóttur minni samastað
næstkomandi fardagaár hjá . . . að hann hafi orðið hæstbjóðandi af
henni. Um stað þennan vil ég ekki tala í þetta sinn. Þar ég hygg . . .
orðinn svo kunnan af framferði sínu, að það þurfi ekki með mörgum
rökum að sanna.
Þetta sýnist mér þess heldur athugavert, sem barnið er bæði
heilsulítið og þarf að fá góðan undirbúning til fermingar næstkom-
andi ár.
Það er að vísu satt, að þetta er ekki upp á mína ábyrgð hvernig sem
fer, þvi þegar börnin ásamt öllu öðru, sem við áttum, utan fötin sem
við stóðum í, voru nauðug frá mér slitin, vegna þess að við vorum bæði