Húnavaka - 01.05.1979, Page 66
64
HÚNAVAKA
svo veik að við gátum okkur enga björg veitt, en hreppstjóranum
sýndist þetta álitlegra heldur en að útvega okkur manneskju til að hafa
umsjón með börnunum, að hirða um jörðina þangað til við komum
aftur til heilsu. Þá lét ég þau í burtu með þeim skilmála, að ég
ábyrgðist hreppstjóranum að ekki fari ver um börnin hvorki til sálar
eða líkama, heldur en hefði farið hjá mér. Hann svaraði: Þau eru úr
ykkar ábyrgð fyrst þau eru tekin. Þessu mun þáverandi hreppsstjóri
hvorki vilja né geta borið á móti. . .
Þetta bréf var sem sagt skrifað árið 1880.
En það eru ekki aðeins börnin sem talin eru erfiðari nú á tímum en
áður fyrr. Nú er einnig talað um að verkafólk svíkist um, það sé ekki
trútt húsbændum sínum og ekki megi orðinu halla svo að það fari. En
hvernig skyldi þetta hafa verið þegar þetta er skrifað, sem hér fer á
eftir:
„Var þá mikil óskipan á hjúum hvarvetna. Fengust engin nema
föluð árið fyrri eða með hinum mestu afarkostum, en mörg sviku
hverja stund allt að flutningsdegi og enginn húsbóndi mátti mæla við
nokkurt þeirra hálfkveðið orð ella varð að flokkadráttur og rógur, en
rétting ófærileg að lögunum. Svo var um allt land og brugðu margir
búi fyrir hjúaleysi.“
„Og gengu margir hlutir óskipulega af sjálfræði og mest um afar-
kosti sumra vinnuhjúa er bú vildu setja á jörðum með kvikfjáreign
sinni, sum hver. Höfðu líka vinnumenn flestir mörg hross í eftirdragi
og sumir börn, en varla nein vinnukona, sem ei hafði meðferðis barn,
og jókst sú ánauð æ jafnan með kostavendni.“
Þetta er tekið úr Sögu frá Skagfirðingum 3. bindi frá árunum
1832-1833.
Nú á tímum eru ekki allir á einu máli um aukna ríkisforsjá og
margir vilja að einstaklingarnir fái að ráða sjálfir, bæði hvað þeir gera
og hvernig þeir eyða fjármunum sínum. En hvernig myndu Hún-
vetningar bregðast við, ef sýslunefndin gerði svofellda samþykkt:
„Ákvörðun sýslunefndarinnar í Húnavatnssýslu til fyrirmyndar
viðvíkjandi takmörkun á kaffibrúkun á heimilum bæði við hjú og gesti
ásamt nautn áfengra drvkkja.
1. Að kaffið sé ekki brúkað oftar en einu sinni á dag frá því að