Húnavaka - 01.05.1979, Page 68
66
HÚNAVAKA
Sýslunefndin sem nú starfar telur sér skylt að taka flest mál, sem
varða hag sýslu og sýslubúa til umræðu og jafnvel gera ályktanir um
sum hver. En hræddur er ég um, að sumum rnundi finnast skörin vera
að færast upp í bekkinn, ef samþykkt sem þessi væri gerð nú.
Svo að lokum set ég hér vegabréf til hreppaflutnings. Orð sem
nútímamenn skilja sennilega ekki, sem betur fer, en viðgekkst allt fram
yfir 1930. Nafninu hefi ég breytt, þótt hundrað ár séu um liðin:
Lárus Þórarinn Blöndal sýslumaður í Húnavatnssýslu kunngjörir:
að með því að stúlkan, Jóna Jónsdóttir, til heimilis í Stóradal í
Svínavatnshreppi, sem er viðurkennd sveitlæg í Vindhælishreppi, er
með öllu vegalaus og getur ekki af eigin efnum haft ofan af fyrir sér, þá
ber samkvæmt tilmælum hreppsnefndarinnar i Svínavatnshreppi að
flytja nefnda Jónu Jónsdóttur löglegum fátækraflutningi á fram-
færslusveit hennar, Vindhælishrepp, og til segist því hreppstjóranum í
Svínavatnshreppi að annast um flutning hennar til hreppstjórans i
Engihlíðarhreppi, sem svo aftur flytur hana til hreppsnefndaroddvit-
ans í Vindhælishreppi. Flutningi þessum ber að haga þannig að lífi og
heilsu þurfalingsins sé þar af engin hætta búin.
Undir minni hendi og embættisinnsigli.
Staddur á Holtastöðum 14. maí 1879.
Lárus Þ. Blöndal.
Vegabréf:
Til flutnings á þurfalingnum Jónu Jónsdóttur á framfærslusveit
hennar Vindhælishrepp.
Á skjalið er áritað, hinsvegar: Umgetin Jóna Jónsdóttir er 18. þ.m.
flutt með farangri og fylgiskjali þessu til hreppstjórans í Engihlíðar-
hreppi.
Sólheimum 18. mai 1879
Ingvar Þorsteinsson.
Svo er kvittað fyrir móttöku þurfalingsins, svohljóðandi:
Kom að Höskuldsstöðum 20. maí 1879.
Eggert Ó. Bríem.