Húnavaka - 01.05.1979, Blaðsíða 72
70
HÚNAVAKA
upp á urðarhauga þá sem fallið hafa úr fjallinu en þó ekki farið lengra
en í brekkurótina. Þessa götuslóða er haldið og von bráðar er komið
þar sem þeir beygja mjög í austur og inn í Litla-Vatnsskarð. Af
framhlaupsbrúninni, rétt fyrr en haldið er í skarðið, er útsýni dágott
yfir Laxárdalinn, sem þarna gegnt skarðinu er allbreiður en með
mikilli bleytu í dalbotninum og það stirnir á vatnið í sólskininu eins og
á svell í tunglsljósi. Laxárdalur er að því leyti mun merkilegri en aðrir
dalir að botn hans minnir á bárujárn, með stórum gárum. Gagnstætt
því sem venja er með dali hér á landi, að þeir halli allir til einnar áttar,
þá renna lækir til skiptis norður og suður á Laxárdal. Ef byrjað er
syðst, rennur vatn til suðurs að Þverárdal, síðan norður til Gautsdals.
Þar fyrir norðan rennur vatn aftur í suður allt frá því nokkru norðan
Litla-Vatnsskarðs, en þaðan í norður til sjávar. Beggja vegna dalsins
eru há og brött fjöll. Um efstu tinda þeirra er næðingssamt. Hregg og
hret gnauða þar um eggjar og bera nöfn einstakra fjallatoppa þess
vitni, því fleiri en einn þeirra heitir því hryssingslega nafni Illviðris-
hnjúkur.
Enn eitt er einkennandi fyrir þennan dal, en það eru hin djúpu
skörð í gegnum fjöllin sem hliðar hans mynda. Til vesturs ganga fjögur
skörð. Syðst eru Höfðabrekkur upp frá Bólstaðarhlíð að Þverárdal. Þá
Auðólfsstaðaskarð þar sem við ókum fyrr á þessum degi í fólksbíl eftir
dágóðum vegi að bænum Gautsdal. Næst í röð er Strjúgsskarð, sem
þessara skarða var greiðfærast og best yfirferðar meðan enn var ein-
göngu ferðast á hestum eða á tveim jafnfljótum á milli byggða er sitt
hvoru megin voru skarðsins. Nyrst er svo Geitaskarð, sem þó í daglegu
tali heitir aldrei annað en því furðunafni Skarðsskarð. Nafn þetta er
orðið til við þá hringrás nafngifta að fyrst er skarðinu gefið nafn, hér
Geitaskarð, sjálfsagt eftir geitum sem týnst hafa i skarðinu eða gengið
þar í haga. E.t.v. er þar eitthvað í landslagi sem geitnafnið er dregið af
eða kannski blómurt. Bær sem byggður er í Langadal undir skarðinu
er svo heitinn eftir þvi, nefndur Geitaskarð, í daglegu tali þó oft stytt
og kallað Skarð. Smám saman er farið að kalla skarðið eftir bænum og
þá kemur þessi einkennilega nafngift Skarðsskarð. Víða um land eru
örnefni mynduð á líkan hátt, má hér til nefna dæmi eins og Dalsdalur
í Skagafirði, Hólahólar í Öxnadal, Búrfellsfjall eða hyrna í Svarfað-
ardal að ógleymdu fjallinu Fótarfæti, sem fyrir kemur í frægri bók.
Skarðsskarð er hæst skarða vestan Laxárdals og ekki svo fjölfarið, sem
hin skörðin meðan enn var mannlíf í dalnum. I fjallgarðinn austan