Húnavaka - 01.05.1979, Side 73
HÚNAVAKA
71
Laxárdals gengur Litla Vatnsskarðið. Við stöndum nú í mynni þess.
Gegnt okkur í skarðsmynninu, suðvestan í öxlinni rétt áður en beygt er
í skarðið þegar komið er neðan Laxárdalinn, sjáum við dökkgrænan
blett. Þessi græni litur sem þarna er ögn sterkari á parti en annars í
hlíðinni er einn til minja um bæ, er þarna stóð undir fjallshorninu og
aldrei var skírður, frekar en flestir aðrir bæir á íslandi, en nefndur
eftir skarðinu og hét Litla-Vatnsskarð.
Á Litla-Vatnsskarði bjó í byrjun þessarar aldar Danival Kristjáns-
son með konu sinni og álitlegum hóp af börnum og um þennan bæ,
eða kannski einhvern annan afskekktan, segir húnvetnskt skáld í lok
sögu. . . . „Þar sem áður var bær, rikir áttlaust órofamyrkur, jafnvel
laufvindurinn verður náttblindur og kann ekki fótum sínum forráð,
þegar svo er komið.“ Við beinum sjónum frá þessum þúfnabörðum
undir fjallsöxlinni og höldum af stað austur skarðið.
Þegar stutt er farið, verður á vegi okkar stór hópur hrossa, og
minnist ég þess þá að um allan Laxárdalinn var kvikt af hestum, hvílík
ókjör af hestum, sem Húnvetningar eiga hér á bak við fjöll þar sem
enginn sér til. Skyldu þau vera hér enn þegar sett verður á i haust?
Kannski eru þetta hulduhross, komin i mannheima til þess að bita
grængresið frá rollunum og láta ferðalanginn halda að Húnvetningar
séu ekki eins fátækir af hrossum og af er látið. Niður við lækinn i
skarðinu er stórfalleg hryssa með folald. Þau mæðgin taka á sprett
þegar við nálgumst. Það er ljúfleg sjón að sjá fagran hest, hnarrreistan
og frjálsan, berandi í fari sér lítilræði af þeirri ósvifni og því tillitsleysi,
sem einkennir íslenska þjóð. Það hefur löngum verið á orði, að á milli
manns og hests, liggi leyniþráður.
Við örkum áfram slóðina austur skarðið, á parti i bröttum jaðri á
framhlaupi úr fjallshnjúki sunnan skarðsins, hlaupi sem stöðvast hefur
i miðjum botni þess. Brátt er þó þetta framhlaup að baki og nú eru
ekki lengur nein hross í skarðinu. Allt húnvetnskt stóð horfið og við
brátt komnir i aðra sýslu. Sýslumörk Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu
liggja hér austast í skarðinu. Skagfirskir hestar ekki komnir á fjall, vist
haldið heima við fram yfir miðjan júlí. Eins og fyrr er nefnt í þessum
texta, var það opinber tilgangur ferðarinnar að skoða haga í þessum
afréttum og í þvi skyni tökum við sýni af grasi í miðju skarðinu. Hér
voru grös tæpast byrjuð að skríða og við mælingu á meltanleika inni á
rannsóknarstofu reyndist grassýni úr Litla-Vatnsskarði vera með háan
meltanleika. Svo reyndist einnig grassýni tekið á Víðidal.