Húnavaka - 01.05.1979, Page 74
72
HÚNAVAKA
Lækurinn, sem var nær því að vera á niður við Gautsdal, er þegar
komið er austur fyrir mitt skarð aðeins lítill kátur lækur, og brátt
stöndum við á bakka vatns þess austast í skarðinu, sem skarðið dregur
nafn af. Þetta er ekki stórt vatn. Heldur ekki lítið og við suðvestur
landið er ókjör af hvítri froðu, sem berst niður í lækinn sem úr því
rennur. Væri fróðlegt að vita hvað orsakaði þessa froðumyndun, en
um það hefi ég hvorki séð ritað né heldur heyrt um rætt. Á vatninu
sitja nokkrir fuglar. Álftahjón voru nærri landi þar sem við komum að
vatninu, settleg með hvíta hálsa teygða og annað fuglapar lengst í
burtu, dökkir fuglar. E.t.v. voru það himbrimar.
Sunnan við austurenda vatnsins áðum við. Þar undan brekkurót-
unum, spretta upp tærar lindir allvatnsmiklar og renna í vatnið. I
hvammi við eina þessa lind settumst við niður og borðuðum nesti
okkar og þar sem mjólkin gleymdist á Akureyri drukkum við með því
ódáins vatn nýkomið úr iðrum jarðar. Rétt norðaustur af vatninu er
grundin eilítið grænni á parti en annars og enn er þessi græni litur
leifar mannabyggða. Hér eru engar tóftir eða veggjabrot að sjá. Allt er
jafnað við jörðu og þeir sem ekki vissu myndu víst varla, á þessum
síðustu tímum, geta látið sig dreyma um það, hvað þá meir, að hér hafi
eitt sinn verið mannabústaður. Síðustu ábúendur á þessum bæ, sem
samkvæmt bókum bar nafnið Móbergssel, voru hjónin Hannes
Kristjánsson og Þóra Jónsdóttir. Þau fluttu héðan árið 1895, og lagðist
þá af búseta í kotinu. Sonur þeirra hjóna, Sveinn kenndur við Elivoga,
var hér fæddur.
Norðan skarðsins eru há og brött fjöll og af ýmsum örnefnum í
landslaginu má ráða að þar muni fullt af risum og tröllum, forynjum
og flögðum að ótiltíndum skessum og öðru stórfólki, sem hefur
hreiðrað þar um sig í klettaborgum. Þrátt fyrir fordæðuskap þessa lítt
smáfríða fjallafólks, þá fylgir því það mannlega eðli að þurfa að leita á
vit æðri máttar, tala við guð sinn og því heitir á einum stað Trölla-
kirkja í fjallgarðinum. En erindið var ekki að telja tröll og meðan við
látum liða úr fótunum og matinn sjatna, í hvamminum gegnt Mó-
bergsseli, tek ég sjónaukann og beini honum á fjallshlíðina gegnt
okkur. Fjallið, þó bratt sé, er undravel gróið. Má með sanni segja að
grös eða annar gróður hafi tyllt fæti nánast hvar sem fótfestu var að fá.
Ekki er margt fé að sjá á þessum slóðum, en einstaka kind þó og helst
liátt til fjalla.
Land í kringum vatnið i skarðinu sjálfu er og vel gróið og í því