Húnavaka - 01.05.1979, Side 76
74
HÚNAVAKA
og skótau á bakið og svamla berfættur í ánni. Þessi á er ekki eins köld
og sú fyrri, hefur notið meiri sólar frá upptökum.
I tungunum norðan við ána eru enn einar bæjarrústir, greinilega
tóftir af allstórum bæ. Þó hefur hér ekki verið búið í hartnær áttatíu ár
og aftur voru það Hannes og Þóra, þau hin sömu er bjuggu í Mó-
bergsseli, sem síðast gengu hér um garða. Þau eru greinilega á sömu
leið og við en farin þegar við komum i hlaðvarpann. Við stöldrum
aðeins við á rústunum. I bókum sést að bær þessi heitir Gvendarstaðir
og á fyrri hluta nítjándu aldar bjuggu hér feðgar og þeirra fólk sam-
fleytt í hartnær hálfa öld og var vel búið. Þar á eftir urðu ábúenda-
skipti mjög tíð og hefur þá ef að líkum lætur smátt og smátt hallað á
ógæfuhlið um hús og tóftir.
En víkjum aftur á götuna, og nú liggur hún nokkuð á brattann upp
í norðurhlíð Hryggjadals, snarbrattar skriður með óteljandi lækjar-
drögunt og giljum. Þessi ganga um Hryggjadal, sem nafn sitt ber
sannarlega með rentu, var endalaus ferð ofan í gil og aftur upp úr gili.
Við tókum eftir þvi að farið hafði verið með jarðýtu á Víðidalinn og
vegur þar ruddur á kafla, þá hafði einnig verið reynt að ryðja sneiðing
vestan frá gegnum Hryggjadalinn, en hlíðin þar er greinilega á sí-
felldri hreyfingu og með snjó og regni hlaupa þarna títt fram aur-
skriður og ein slík hafði tilfinningalaust rutt burt þeim vísi af vegi
niður í á, sem gerður hafði verið í hlíðina. Að aðstæðum skoðuðum er
með ólikindum að láta sér detta í hug að byggja veg um þessa voðalegu
leið.
Öll él birtir upp um síðir og að lokum komumst við í gegnum
þennan dal en við tekur annar dalur kallaður Gönguskörð og stefnir
því næst í norður aftur. Fyrir enda þessa dals, blasa við okkur, böðuð í
kvöldsól lengst í fjarska, bæjarhús á Veðramóti og nokkru nær græn-
máluð þök í Tungu. En næst okkur rétt þar, sem úr Hryggjadalnum er
komið, eru enn einar bæjarrústir. Að þessu sinni greinilega með
uppistandandi veggjahleðslum og miklu grænu grasi í hlaðvarpanum
og túnbleðli niður frá bænum. Bær sá er hér stóð hét Hryggir og þau
Hannes og Þóra enn kornin á undan okkur, en nú ætlar Hannes ekki
lengra.
Frá Hryggjum er drjúgur spölur að Tungu og okkur finnst það enn
lengra en landabréfið sýnir, því þreyta og svengd er farin að segja til
sín. Um miðjan dal, i hvamrni við ána, eru einhverjir ferðalangar í
tjaldi og við þóttumst fullvissir að þar væri nýlokið kvöldverði og