Húnavaka - 01.05.1979, Side 78
BJÖRN BERGMANN:
„Sprungan“ á Hópinu
I byggðum Húnavatnssýslu er fjöldi stöðuvatna og nokkur þeirra
stór. Hópið er langstærst, 29,8 ferkm. og hið fjórða i röð stærstu
byggðavatna landsins. Hin eru Þingvallavatn, Lögurinn og Mývatn.
Meginhluti Hópsins er 7-7,5 m á dýpt, en mesta dýpt er 8,5 m á
litlum bletti framundan Haga.
Á hverjum vetri kemur svokölluð „sprunga“ þvert yfir vatnið. Hún
líkist þó ekki venjulegum sprungum heldur spennist ísinn upp í háan
hrygg eða hrúgald, sem tíðum var mikil torfæra fyrir hesta, einkum í
sleðaferðum. Varð oft að fara langa leið meðfram henni til þess að
finna færa leið með hest og sleða. Síðan vetrarferðir yfir Hópið lögðust
niður kemur „sprungan“ ekki við sögu ferðamanna og nú er fátt um
hana talað, en engu að síður er hún jafnmerkilegt fyrirbæri og áður.
Sprungur af sama toga spunnar koma á Vesturhópsvatn, Svínavatn,
Húnavatn og Flóðið, en þær eru risminni en Hópssprungan, einkum á
tveim síðasttöldu vötnunum, þar eru þær lítt áberandi og voru ferða-
mönnum engin hindrun, enda naumast á þær minnst. Mér er ekki
kunnugt hvernig sprungur af þessu tagi líta út á öðrum vötnum
landsins, en að sjálfsögðu eru þær engu síður þar.
Því fer fjarri að „sprungan“ sé vetur eftir vetur á sama eða svipuðum
stað á vatninu. Hún getur legið hvar sem er frá austurbakkanum allt
frá Gljúfurárósi og norður fyrir Leysingjastaði, en það er nálægt 5 km
leið. Einnig getur leikið á löngu bili hvar hún liggur frá vesturbakk-
anum, en um það er mér minna kunnugt.
Það er ljóst að sprunguhryggurinn rís af völdurn mikillar spennu í
ísnum og mun það gerast mjög snöggt. Segja þeir, sem lengi hafa búið
á bökkum vatnsins, að þegar ísinn rifnar og rís á þennan hátt, þá fylgi
því geysimiklar drunur.
I vetur reis „sprungan“ aðfaranótt 14. janúar. Þá var ísinn 48 cm á