Húnavaka - 01.05.1979, Page 81
HÚNAVAKA
79
þykkt. Daginn áður gekk ég út á vatnið og leit vandlega eftir því, hvort
nokkur sprunguhryggur sæist, en ég varð hans hvergi var. I birtingu
morguninn eftir tók að snjóa úr logni og ekki sást út á ísinn fyrr en
skammt var til rökkurs. Þá lauk snjókomunni og hár, hlykkjóttur
sprunguhryggur blasti við þvert yfir vatnið. Þá gekk ég út á ísinn og
virti hrygginn vandlega fyrir mér. Var það í fyrsta skipti sem ég sá
„sprunguna“ glænýja. Ég gat ekki séð neitt, sem benti til þess að ísinn
hefði hreyfst síðustu klukkutímana og engir brestir heyrðust. Birta var
ekki næg til þess að hægt væri að ná nýtilegum myndum. Sex dögum
síðar gafst betra tækifæri og frá þeim tíma er myndin á kápu Húna-
vöku. Þá var hryggurinn lítið eitt hærri en fyrsta daginn, en engar
höfuðbreytingar voru sjáanlegar. Hálfur mánuður leið og myndir sem
fylgja greinarkorni þessu sýna hvernig „sprungan“ leit út þá. Hún
hafði hækkað talsvert, en lítið breyst að öðru leyti.
Venjulega spennist ísinn niður utan við sprunguhrygginn og þar
kemur lægð, sem fyllist að vatni. Stundum eru slíkar lægðir báðu-
megin við hann, og þá er önnur hvor þeirra dýpri. Einnig hendir að
sprunguhryggurinn rís ekki upp heldur spennist niður í vatnið. Það
hef ég þó aldrei séð nema á örstuttum köflum. Ennfremur getur komið
fyrir að annar barmur sprungunnar lyftist yfir hinn og skríði fram án
þess að rísa neitt að ráði. Þetta fyrirbæri mun vera fátítt á aðal-
sprungunni, a.m.k. hef ég sjaldan séð það þar, en síðan ég fór að gefa
þessum málum verulegan gaum, hef ég oft séð sprungur af þessu tagi
þegar fremur þunnur ís er á vatninu og áður en aðalsprungan rís. í
fyrstu hélt ég að þarna væri að finna fyrsta stig aðalsprungunnar og
hún risi síðan smám saman, en sú tilgáta mun ekki standast. Eg hef
rakið þessar sprungur langt út á vatn, og mér finnst sennilegt að þær
geti náð landa á milli, en ég hef aldrei rakið þær til enda.
Sprungur af enn öðru tagi verða til við þenslu í ísnum. Þá spennist
ísinn dálítið upp hér og þar og sprungur gliðna að ofan og nokkuð
niður, en neðar liggja hliðarnar svo þétt saman að vatn nær ekki að
streyma upp í glufuna. Mér virðist að þessi gerð sprungna komi
einkum á þykkan ís þegar snöggfrystir eftir hláku.
Samdráttur í ísnum leiðir af sér margar og miklar sprungur, sem
gliðna jafnt frá efri brún og niður að vatni. Þær liggja í ýmsar áttir,
koma oft þvert eða á ská hver á aðra og skipta isnum í mismunandi
stóra fleka, sem færast nokkuð til. Sést það á misgengi í sprungunum.
Þegar vatnið er nýlega lagt rifnar ísinn næstum fast upp við land og