Húnavaka - 01.05.1979, Page 83
HÚNAVAKA
81
kippist út á vatnið. Þetta sá ég mjög greinilega í vetur þegar ísinn var
um 10 cm þykkur, þá gekk ég röska tveggja km leið meðfram austur-
bakka Hópsins og þar var óslitin 8-10 cm breið sprunga. Hún var þá
frosin saman, en síðan hefur hún margsinnis rifnað upp, breikkað og
frosið saman á ný. Svipað gerist langt út á vatninu, þar koma margar
sprungur sem gliðna jafnt þvert í gegnum ísinn. Er ein þeirra sýnd hér
á mynd. Hún lá skammt fyrir norðan sprunguhrygginn mikla, en var
nokkrum dögum yngri en hann. Sást það glöggt á því, að barmar
hennar voru ómáðir þótt þiðvirði hefði verið daginn áður og máð
barma eldri sprungna og hvassar brúnir á jökum í „sprungunni“.
Frost var um nóttina og vatnið í nýju sprungunni hafði lagt. Þar var
þykkt íssins 1 cm, en hann hefði hlotið að vera miklu þykkri, ef hann
hefði verið nær vikugamall.
*
ÞORGEIRSBOLI
Þegar ég kem út heyri ég nautsöskur inni í fjarðarbotninum og fór að hugsa um það
hvernig á því stæði, að nautgripir væru úti um nætur, er svona var áliðið sumars.
Hugsa ég svo ekki meira um það og legg af stað. Heyri ég þá öskur þetta aftur og miklu
nær, en á Ieið minni var hár húsgrunnur fast við veginn. Þegar ég kem móts við hann,
heyri ég mikinn undirgang og nautsöskur; virðist það rétt komið að mér, svo að ég sé
ekki önnur ráð en hlaupa ofan í grunninn og láta þetta fara hjá.
Þegar ég er rétt kominn ofan í grunninn, þá sé ég hvar gríðarmikill griðungur kemur
á ofsaferð og öskrandi og þýtur fram hjá grunninum; dró hann slóða mikinn eða
dræsu 4-5 metra langa, er virtist hanga aftur af mölunum, og brakaði gríðarmikið í
henni. Allur var þessi boli rauður mjög á litinn.
Þetta var augnabliks sýn, því að naut þetta bar svo fljótt yfir að óhugsandi var að
þetta gæti verið venjuleg skepna; fjarlægðist hann óðum, en alltaf heyrði ég öskrin
öðru hverju, þar til þau dóu út vegna fjarlægðar. Til marks um flýtinn á skepnu
þessari skal þess getið, að vegalengdin þaðan sem ég heyrði fyrst til hans inni í
fjarðarbotni og þangað, sem ég hætti að heyra til hans eru um 20 kilómetrar, en þessa
leið fór naut þetta á þremur mínútum. Töldu kunnugir að þarna hefði Þorgeirsboli
verið á ferð sem oftar.
Úr þjóðsögum.
6