Húnavaka - 01.05.1979, Síða 85
HÚNAVAKA
83
Helgi fékk ungur svæsna beinkröm. Höfuðbeinin gengu í sundur og
allir liðir urðu stirðir. Ungur missti hann föður sinn, gáfaðan mann, en
fátækan. Þá fór ekkjan, sem var gáfukona og skörungur, á sveitina með
fjögur börnin, sem tvístruðust fyrir öllum vindum. Yngsta drenginn
skildi hún aldrei við sig. Helgi lenti á nokkrum hrakningi og má geta
nærri, hvernig ævi hans hefur verið, sem engu gat af sér hrundið, þegar
fátækt og harðýðgi var almenn og allir urðu að vinna baki brotnu til
þess að sjá lífinu borgið, og alger skortur þegar harðnaði í ári. Er Helgi
var fullorðinn, dvaldist hann oft á heimili foreldra minna, þvi að
móðir min var systir hans og sýndi honum mikið ástríki.
Hversdagslega var Helgi svo búinn, að hann var í grárri prjóna-
peysu, hnepptri að framan og buxum úr gráum vormeldúk. Prjóna-
húfu með ofurlitlum skúf bar hann á höfði, því að enginn hattur
passaði honum. Á ferðalögum hafði hann klæðishúfu með skyggni og
uppbroti, er draga mátti niður fyrir eyrun, þegar kalt var. Var hann
þá jafnan klæddur mógráum vormeldúksfötum. Poka hafði hann
bundinn um öxl. I honum hafði liann hversdagsklæði sín og nærfatn-
að. Staf hafði hann úr askviði með hnúð á efri enda og hvössum
broddi. Helgi var hverjum manni þrifnari og sáust aldrei á honum
óhreinindi. Hring bar hann gildan á baugfingri hægri handar úr
gullblendingi, sem einhver kunningi hans hafði gefið honum, og var
hann ætíð skinandi fágaður. Væri hann spurður, hver væri kærastan,
svaraði hann jafnan:
„Gröfin og moldin“.
Vandaðri mann hef ég aldrei þekkt. Hann talaði aldrei lastyrði um
nokkurn mann, og blótsyrði kom aldrei úr hans munni. En væri
honum þungt í skapi, sigu brúnir hans, og djúpar og margar hrukkur
rákuðu hans breiða og mikla enni.
Bænrækinn var hann langt umfram aðra menn, sofnaði aldrei fyrr
en hann hafði haft yfir margar bænir. Signdi sig, þegar hann fór í
hreina skyrtu. Og ekki var hann fyrr kominn út á morgnana en hann
tæki ofan húfuna, liti í sólarátt og signdi sig og hefði yfir bænarorð.
Aldrei neytti hann svo matar, að hann signdi sig ekki áður og bæði guð
að blessa matinn. Þetta var barnsvani og fylgdi honum trúaralv'ara.
Hann fann mjög til vanmáttar síns, og hann lifði í þeirri öruggu trú, að
fyrir handan gröf og dauða þyrfti hann ekki að dragast með þennan
lasburða líkama.
Helgi var einkar barngóður. Ég heyrði hann aldrei tala styggðaryrði