Húnavaka - 01.05.1979, Síða 87
HÚNAVAKA
85
og það sem hann kallaði heimóttarskap. Einu sinni las ég fyrir hann
söguna af Feimna stúdentinum, sprenghlægilega þýdda gamansögu.
Hló hann dátt að henni og sagði að sá hefði verið líkur sér með árans
heimóttarskapinn.
Þótt Helgi væri svo feiminn að hann gæti varla litið framan í
nokkurn mann, neytti hann aldrei svo matar, ef faðir minn var heima,
að hann staulaðist ekki inn í húsið, þrifi ofan húfuna, rétti honum
höndina og segði: „Guð launi matinn'4. En fljótur var hann að hraða
sér fram úr húsinu. Þetta var honum áreiðanlega erfið ferð. En þakk-
látssemin var svo rikur þáttur í eðli hans að henni varð allt að lúta.
Fyrir aldamótin var lítið flutt inn af kornvöru, og allt ómalað, nema
hveiti. Handkvarnir voru þá á flestum bæjum. Menn voru ófúsir að
mala, verkið var erfitt og seinlegt. Mala þurfti rúg í brauð, bankabygg
í grauta og lummur, sem þóttu hið mesta sælgæti, enda ekki annað
kaffibrauð nema á stórhátíðum.
Helgi gerði það að ævistarfi að ganga á milli bæja og mala. Sjálfs-
bjargarhvötin var honum í blóð borin. Ekkert var honum fjær skapi en
liggja upp á öðrum og hafast ekki að. Þetta var sú eina vinna, sem
hann orkaði, og hann rækti hana með einstakri alúð. Þegar hann hafði
lokið mölun á einum bænum, var hann rokinn af stað þangað, sem
eitthvað var að mala, að slæpast kom ekki til mála.
Þau ár, sem Ingólfur bróðir hans bjó í Katadal, taldi hann heimili
sitt þar. Móður sinni unni hann heitt og bar mikla virðingu fyrir
bróður sínum. Helst dvaldist hann hjá þeim á sumrin og þótti þá
gaman að vinna að heyverkum en orkaði litlu vegna fötlunar sinnar.
En erfitt var honum að eiga þarna heima. Katadalur er langur og
þröngur dalur, sem liggur frá norðri til suðurs í Vatnsnesfjalli. Snar-
brattar hlíðar liggja að honum beggja vegna, einkum að austan. Næsti
áfangastaður Helga austan við fjallið var Ægissíða, þar sem foreldrar
mínir bjuggu. Aldrei mun hann hafa farið yfir fjallið að vetrinum, því
þá lagði harðfenni í hlíðarnar. En á sumrin fór hann það oft fylgdar-
laust. Tók þá daginn snemma að venju. Lengi var hann að staulast
upp sneiðinginn, sem skáskar snarbratta hlíðina, og þegar brúninni
var náð, var mikill sigur unninn. Svo smáþokaðist hann yfir fjallið,
sem er flatlent og auðvelt yfirferðar, óð Þórsá, sem var venjulega
vatnslítil, og austur á brúnina fyrir ofan Ægissíðu. Sæist til hans að
heiman vorum við drengirnir sendir á móti honum, til þess að auð-
velda honum leiðina niður brekkurnar. Hjá okkur á Ægissíðu dvaldist