Húnavaka - 01.05.1979, Side 88
86
HÚNAVAKA
hann oft langdvölum. Frá okkur lagði hann svo leið sína austur í Þing
og Vatnsdal, kom við á Stóru-Borg og fékk hjálp yfir Víðidalsá. Hún
var nokkuð vatnsmikil og helsti farartálmi á leið hans. Hjónin og börn
þeirra tóku honum vel og þar kynntist hann Coghill sauðakaupmanni,
eins og fyrr er frá sagt.
Sneitt mun hann hafa hjá Víðidalnum, æskusveit sinni. Við hann
voru bundnar beiskar endurminningar um einstæðingsskap og um-
komuleysi æskuáranna.
Það var lika eitt af sérkennum Helga að yrði hann fyrir áreitni á
einhverjum bæ, kom hann þar aldrei meir. Skipti engu, þótt hús-
bænda- eða hjúaskipti væru orðin.
Helgi var mjög langrækinn og gleymdi aldrei mótgerðum. Þó hat-
aði hann engan mann. En sál hans var sem opin kvika. Hann sveið
undan allri áreitni. Hann gat engu af sér hrundið, og það er sennileg-
asta skýringin á langrækni hans.
Marga átti hann vinabæina austur í Þingi og Vatnsdal. Börnin
fögnuðu honum alls staðar innilega, hlupu á móti honum og leiddu
hann í bæinn, og brátt kvað við:
„Góði Helgi, segðu okkur sögu“. En það varð að bíða rökkurs. Nú
skyldi taka til við mölunina að lokinni máltíð eða kaffihressingu.
Kvarnirnar stóðu venjulega frammi í eldhúsi eða bæjardyrum. I
miklum frostum var gólfkuldinn ægilegur. Engar hurðir féllu að stöf-
um og í miklum liríðum fennti inn með þeim. Þótt hann kepptist við
mölunina, svo að honum spratt sviti á enni, var liann kaldur upp að
hnjám.
Snemma varð hann brjóstveikur, og þykir mér ekki ólíklegt, að
nokkru hafi þar valdið gólfkuldinn og mjölrykið, sem settist í lungna-
pípurnar. Helgi sótti verkið fast og raulað rímnalög fyrir munni sér, og
kvarnarhljóðið var undirspilið. Góðhjartaðar húsfreyjur kölluðu oft á
hann frá kvörninni og gáfu honum glóðarbakaða flatköku, vel smurða
með sauða- eða kúasmjöri. Tók hann því fegins hendi.
Vegna starfs síns hafði hann meira saman við konur að sælda en
karla, og feimni gætti minna gagnvart þeim. Samúð þeirra yljaði
honum. En þótt hann drægist meira að konum en körlum, hafði hann
bælt svo niður kynhvatir sínar að þeirra gætti aldrei. Hann taldi sig
þann vesaling, að sér bæri að halda þeim fullkomlega í skefjum.
Þegar leið á ævi hans, tók hann mjög að hrörna og varð valtur á