Húnavaka - 01.05.1979, Page 89
HÚNAVAKA
87
fótum. Settist hann þá að hjá Guðmundi systursyni sínum. Átti hann
þar góða ævi. Kona Guðmundar var öllum aumingjum góð.
Helgi varð ekki gamall maður og varð bráðkvaddur.
Helgi var greindur maður að eðlisfari, en þroskaðist lítt af ýmsum
ástæðum. Hann heyrði mjög illa og naut ekki orðræðna manna. Tæki
hann sér bók i hönd og ætlaði að lesa, seig hið þunga höfuð hans niður
á bringuna og rann á hann svefnhöfgi.
Lífsstarfið, mölunin, var ekki þroskandi, og hlédrægni hans og
feimni orkuðu ekki uppörvandi á sálarlíf hans.
En hann var góður maður og vandaður og mjög ólíkur sumum
reikunarmönnum, sem uppi voru um daga hans, og voru margir ekki
vinsælir vegna ýmissa skapbresta.
*
MIKIL GESTRISNI
Þegar háttatimi nálgaðist fóru hinir góðu húsráðendur með mig inn i baðstofu, þar
sem var fornt en ágætt rúm. Hefi ég fyllstu ástæðu til að ætla að i þvi hafi fleiri en einn
Hólabiskupa hvilst. Gerðist nú það er sýnir i svo sterku ljósi sem verða má hina miklu
gestrisni og hið hjartanlega sakleysi, sem hvorttveggja er Islendingum meðfætt. Eftir
að hafa óskað mér góðrar hvildar, fóru þau, en skildu eftir elstu dóttur sina til þess að
draga af mér buxur og sokka. Var þetta sú hjálp sem ég hefði þúsund sinnum heldur
viljað vera án, svo gagnstæð var hún þeirri háttvisi sem ég hafði vanist. Það var ekki til
neins að ég mótmælti þessu sem þarflausu, stúlkan sagði að þetta væri landsvenja og
það væri skylda að hjálpa þreyttum ferðamanni. Þegar ég var kominn upp i kom hún
með langa fjöl sem hún lét fyrir framan mig til þess að varna því að ég félli fram úr.
Ferðabók Ebeneser Hendersson.
DALURINN ER MJÖG GRÖSUGUR
Næst (26. júlí 1815) hélt ég áfram ferð minni niður Blöndudal, en af honum tók við
eftir nokkrar klukkustundir Langidalur og þar sá ég þá bóndabæi, sem voru meðal
hinna fegurstu er ég hefi séð á íslandi. Dalurinn er mjög grösugur og ég sá þar m.a.
mikið af villtum smára. Slægjuland hefir nóg vatn og gefur af sér mikið hey, en
fjallhagar eru ágætir fyrir sauðfé. Meðal bæjanna þótti mér Holtastaðir og Geitaskarð
sérstaklega bera af um myndarskap.
Ferðabók Ebeneser Hendersson.