Húnavaka - 01.05.1979, Síða 94
92
HÚNAVAKA
sæmdarmenn sem stutt hafa hag hennar, meir og minna og stundum
úr eigin vasa. Og fordæmið, sem þeir gáfu, jafnvel meira virði. Þá hefir
kirkjan verið heppin með kirkjubændur og konur þeirra ekki síður því
að messudagar í sveitakirkjum eru þeim oft erilsamir.
Tvo gamla helgigripi á Hofskirkja. Annað er altaristafla, á hana er
kvöldmáltíðin máluð. Hitt er predikunarstóll sexstrendur. Á hann eru
málaðar myndir af frelsaranum og guðspjallamönnunum.
Ég hef í þessu spjalli um Hofskirkju, Hofspresta og Hofskirkjusöfn-
uð sneitt hjá mannjöfnuði. Með prestkonurnar bregð ég út af þessu. Ég
þekki ekki til annars en þær hafi allar búið mönnum sínum góð heimili
og á allan máta verið miklar sæmdarkonur. En ég segi það aftur hér og
nú, sem ég sagði fyrir nokkrunr árum eftir að hafa hlustað á barnatíma
í sunnudagaskóla hjá frú Dómhildi Jónsdóttur konu sr. Péturs Þ.
Ingjaldssonar, „Þessi kona á ekkert að gera annað en kenna.“
Hofskirkja er 16 álna löng, 10 álna breið, hæð undir bita 4 álnir og 2
þumlungar en 9 álnir á burst. Hún er samsett af bindingsverki úr 6
þumlunga trjám, lausholt og fótstytti úr 7 þumlunga trjám. Utan á
húsið er slegið heilum borðum óplægðum umhverfis veggi og stafna.
Súð sléttfelld saman úr heilum borðum og pappaþak yfir. Upp af
fremri stafni hússins er kross af tré greyptur í fremstu sperru hússins og
bundinn með sterkum járnboltum. Húsið er reist með 9 sperrum og 6
bitum. Þrjú gluggafög eru á hvorri hlið og 8 rúður í hverjum, eitt
gluggafag á framstafni. Fyrir húsinu er vængjahurð með tvílæstri skrá.
Kórgólf er 5 þumlungum hærra en í framkirkju. í framkirkju eru 15
setbekkir fyrir 90 manns, í kór eru sæti fyrir 24. Kirkjan er hituð og lýst
með rafmagni.
Ég læt þessum þætti lokið með því að minna á upphafsorð hans,
sem ég hafði eftir skáldinu okkar, „Musteri Guðs eru hjörtun sem
trúa.“ Ég vona að hér eftir, sem hingað til, hlúi Hofskirkjusöfnuður að
kirkjuhúsi sínu. En það er ekki aðalatriðið, hitt er meir um vert að
göfga sálarlífið í samvinnu við kristna kirkju.
Prestar þeir er þjónað hafa í Hofskirkjuhúsi frá 1869 til 1978.
1. Sr. Eggert Sigfússon frá 24. apríl 1869 til 2. apríl 1872. Fékk þá
Klausturhóla í Árnessýslu. D. 1908 í Vogsósum. Ókvæntur.
2. Sr. Eggert Bríem, f. að Grund í Eyjafirði 1840, d. 1893. Auka-
þjónusta frá Höskuldsstöðum 1873 til 1881 og frá 1884 til 1889.