Húnavaka - 01.05.1979, Page 98
BJARNIJÓNASSON, Blóndudalshólum:
Litazt um
í Svínavatnshreppi
FRAMHALD
22. Ingibjörg Oddsdóttir, Litladal.
Litladalinn lofn gulls valin byggir,
drjúg að frama dyggða mörg,
dýr maddama Ingibjörg.
(lofn: ásynja, gulls lofn: kona).
Ingibjörg Oddsdóttir er fædd að Miklabæ í Blönduhlíð 1781 og
dáin á Grund í Svínadal 17. ág. 1849.
Foreldrar hennar voru: Oddur prestur í Miklabæ (sá er hvarf)
Gíslason og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Goðdölum. Faðir séra
Odds var Gísli biskup Magnússon á Hólum, vel gefinn og góðmenni,
en kona hans og móðir séra Odds var Ingibjörg Sigurðardóttir lög-
sagnara á Geitaskarði, Einarssonar biskups á Hólum Þorsteinssonar.
Þó að móðurætt Ingibjargar væri ekki af biskupum komin var þar
um einhverja merkustu prestaætt landsins að ræða, Goðdalaprestana.
Sátu þann stað þrír ættliðir hver fram af öðrum, faðir Guðrúnar, afi og
langafi, prestarnir: Jón Sveinsson, Sveinn Pálsson og Páll Sveinsson,
langafinn, en hann var sonur Sveins prests á Barði í Fljótum Jónssonar
á Siglunesi Guðmundssonar.
Leiðréttingar. — Húnavaka 1978. Litazt um i Svínavatnshreppi.
1. Bls. 61, 6 lína, a.n. Þorleifur og Ingibjörg giftust árið 1804 (ekki 1808).
2. Bls. 63, 4. lína a.o. Setningin: „og að sjálfsögðu" og til setningarloka, falli í burtu.