Húnavaka - 01.05.1979, Side 99
HÚNAVAKA
97
Ung að árum giftist Ingibjörg Oddsdóttir (7. okt. 1798) velgefnum
manni, Jóni Jónssyni (f. 29. jan. 1772). Hann var sonur Jóns Sveins-
sonar prests að Stað í Steingrímsfirði, sem var merkismaður, „kenni-
maður góður og hagyrðingur, hinn mesti starfsmaður, efnamaður og
vel metinn.“
Jón ólst upp hjá Jóni lögmanni Ólafssyni, sem síðast bjó í Víði-
dalstungu og síðar ekkju hans, Þorbjörgu Bjarnadóttur frá Þingeyrum
Halldórssonar. Hann stundaði svo nám í Hólaskóla og lauk þaðan
prófi 1796. Bjó eftir það í nokkur ár á Sjávarborg. Varð aðstoðar-
prestur séra Ásmundar Pálssonar á Auðkúlu árið 1800 og fékk kallið
eftir hann 9. marz 1803 og hélt til æviloka.
Jón á Auðkúiu var vel metinn, enda var honum margt til lista lagt.
Hann var búhöldur hinn mesti, smiður og læknir góður og hagmælt-
ur. En Ingibjörg og Svínvetningar fengu ekki lengi að njóta séra Jóns.
Hann drukknaði i Svínavatni 4. febr. 1817, einungis 45 ára. Þótti þetta
sviplegt sem vonlegt var, og mynduðust um atburðinn þjóðsögur.
Við fráfall prestsins flytur Ingibjörg ekkja hans að Litladal ásamt
börnum þeirra hjóna. Þeim höfðu alls fæðst 9 börn, 3 þeirra komust
ekki á legg. Litlidalur var kirkjujörð frá Auðkúlu. Þar sátu stundum
uppgjafaprestar og prestsekkjur frá staðnum. Þarna bjó Ingibjörg i 20
ár, en þá voru börn hennar uppkomin. Brá hún þá búi, og tengda-
sonur hennar verður bóndi í Litladal.
Þessi voru börn þeirra prestshjónanna, sem til aldurs komust:
1. Helga Jónsdóttir. Hún var fædd að Auðkúlu 7. ág. 1801 og dáin
á Austurlandi 1843 samkvæmt þvi sem segir í Annál 19. aldar
eftir Pétur Guðmundsson. Helga var tæpra 16 ára þegar hún
flytur að Litladal og elzt systkinanna. Hún var „veik að sjón“ að
sögn Húnvetningasögu, en um margt efnileg. Talin greind og
skáldmælt. Af ljóðum eftir hana hefir fátt geymst annað en
bændavísurnar, sem birtast í þessum þáttum.
7
Helga kvað um tvær söguhetjur Njálu:
Mætu gæddur mannviti,
miður klæddur lukkunni,
orku stór og áræðinn
oddaþór var Skarphéðinn.
L