Húnavaka - 01.05.1979, Page 103
HÚNAVAKA
101
kynsælust sinna systkina, og segir nú frá henni og niðjum henn-
ar, Grundarættinni.
6. Sigurbjörg Jónsdóttir. Hún er fædd á Auðkúlu 27. maí 1813.
Ólst hún upp með móður sinni í Litladal og tók þar við hús-
móðurstörfum, þegar móðir hennar hætti búskap. Þá giftist og
Sigurbjörg efnilegum manni úr Árnessýslu, er Þorsteinn hét
Helgason. Kirkjubók Auðkúlu telur innkomna 1836 úr Út-
skálasókn Þorstein Helgason og unnustu hans Sigurbjörgu
Jónsdóttur, en þar mun hún hafa dvalið um tíma og bundist
heitmanni sínum.
Þorsteinn er fæddur 1. okt. 1806 að Sólheimum í Hrunasókn.
Foreldrar hans voru: Helgi Eiríksson bóndi þar 1795-1820 og
kona hans Ingibjörg (d. 29. júní 1854) Jónsdóttir frá Skaftholti. í
föðurætt var Þorsteinn kominn af hinni kynsælu Bolholtsætt.
Helgi faðir hans (f. um 1767, d. 30. jan. 1820) var sonur Eiríks (f.
um 1734, d. 1783) bónda i Næfurholti 1703 Brynjólfssonar
bónda þar Þórarinssonar.
Við manntalið 1816 er Þorsteinn Helgason á fóstri á Skarði í
Landsveit hjá Ingibjörgu Eiríksdóttur föðursystur sinni og
manni hennar Ingvari Magnússyni, en Kristín dóttir þeirra
hjóna varð 1824 seinni kona Eiríks Sverrissonar sýslumanns. Um
sama mund mun Þorsteinn hafa ráðist til sýslumanns og gerst
skrifari hans um níu ára skeið, en verzlunarstörf stundaði Þor-
steinn þrjú síðustu árin áður en hann giftist.
Sigurbjörg og Þorsteinn giftust 30. sept. 1836. Hann var þá
ráðsmaður á búi tengdamóður sinnar. Bjuggu þau svo, Þorsteinn
og Sigurbjörg, í Litladal 1837-46 og á Grund í Svínadal 1846-54,
en þá lézt Þorsteinn 25. marz 1854, einungis 48 ára gamall. Á
þessum 18 samvistarárum höfðu þau hjón eignast 8 börn. Dó eitt
þeirra ungt, en hin komust til nokkurs þroska. Við fráfall Þor-
steins stóð nú Sigurbjörg ein með allan barnahópinn. Voru ein-
ungis tvö barnanna eldri en 12 vetra og yngsta barnið aðeins
tveggja ára. Fjölskyldan mátti ekki tvístrast, væri annars kostur.
Varð það nú að ráði, að næst elzti sonurinn (Helgi) fór í vist og
ekkjan hélt áfram búskap með aðstoð hinna barnanna, sem
komin voru til létta.