Húnavaka - 01.05.1979, Síða 104
102
HÚNAVAKA
Þessi voru Grundarsystkin:
a. Ingvar Þorsteinsson, fæddur 29. sept. 1837 og dáinn 21. jan.
1916. Hreppstjóri. Bóndi í Sólheimum 1867-1908. Ingvar
kvæntist 2. nóv. 1866 Ingiríði (d. 8. júlí 1886) Pálmadóttur frá
Sólheimum, ekkju Andrésar Þorleifssonar á Geithömrum.
Þau voru barnlaus. Ingvar bjó síðan með ráðskonu, Kristínu
Gísladóttur Sigurðssonar og konu hans Ásdísar Magnúsdótt-
ur úr Eyjafirði. Synir Ingvars og Kristínar voru:
1) Steingrímur bóndi í Hvammi í Vatnsdal, fæddur 28. júní
1897 (dáinn), kvæntur Theodóru Hallgrímsdóttur bónda í
Hvammi. Synir þeirra tveir búa í Vatnsdal,Reynir í
Hvammi og Ingvar á Eyjólfsstöðum.
2) Þorleifur bóndi í Sólheimum, fæddur 9. okt. 1900. Sam-
búðarkona hans Sigurlaug Hansdóttir, fædd 22. júní 1889.
Eiga 4 börn, sem komust til aldurs: Ingvar hreppstjóri í
Sólheimum, Steingrímur húsasmiður í Reykjavík, Fjóla
húsfreyja á Sauðárkróki og Svanhildur húsfreyja á
Blönduósi.
b. Helgi Þorsteinsson. Fæddur 31. marz 1839 og dáinn á Grund
1. ág. 1914. Bóndi á Geithömrum 1869-71, Eiðsstöðum
1871-74 og Rugludal 1874-87. Hætti þá búskap sökum van-
heilsu (geðveila). Kona hans var Steinvör (f. 14. jan. 1843)
Guðmundsdóttir hreppstjóra á Guðlaugsstöðum Arnljóts-
sonar. Attu 3 börn, sem dóu öll í æsku. Helgi mun hafa farið
til Skagafjarðar skömmu eftir að bú hans leystist upp í
Rugludal. Hann mun vera sami maðurinn og Helgi sá Þor-
steinsson, sem býr í Árnesi í Tungusveit 1891-92 og Ánastöð-
um 1892-93, sbr. Jarðatal og búendatal í Skagafjarðarsýslu,
annað hefti, nr. 67 og 81.
c. Oddný Þorsteinsdóttir. Fædd 21. jan. 1841 og dáin í Reykja-
vík 5. sept. 1907. Maður hennar var Bogi Smith, f. 13. sept
1838, bóndi og smiður í Arnarbæli á Fellsströnd, drukknaði 4.
maí 1886 í Hvammsfirði. Bogi var sonur Marteins Smith
kaupmanns og ræðismanns í Reykjavík og konu hans Ragn-
heiðar Bogadóttur ættfræðings á Staðarfelli Benediktssonar.
Margt niðja, en verður ekki rakið hér.
d. Þorsteinn Þorsteinsson. Fæddur 4. des. 1842 og dáinn 1. ág.
1921. Bóndi á Grund 1868 til dánardægurs, eða í rúma hálfa