Húnavaka - 01.05.1979, Page 108
106
HÚNAVAKA
heimaskóla hjá föður sínum og svo hjá séra Þorvaldi Böðvarssyni. Var
svo 2 vetur í Bessastaðaskóla. Lærði síðan hjá séra Árna Helgasyni og
varð stúdent frá honum í heimaskóla 1815. Lagði jafnframt stund á
tungumál (ensku og þýzku) og stærðfræði. Sigldi svo til Hafnar til
háskólanáms og nam lögfræði, en varð að hætta því námi, vegna
heilsubrests, og hvarf aftur heim til íslands. Gegndi skrifstofustörfum
um sinn, fyrst hjá landfógeta, svo hjá stiftamtmanni. Fékk Auðkúlu
1828. Varð bráðkvaddur. Vel gefinn og ljúfmenni. Kona hans var
Jóhanna Jakobsdóttir í Kaupangi Þorvaldssonar. Þau voru barnlaus.
Jóhanna átti síðar Jóhann gullsmið Pétursson í Reykjavík.
25. Jórunn Þorsteinsdóttir, Auðkúlu.
Dyggðakona dýr maddama á Kúlu
að íþróttum þeygi rýr,
Þorsteinsdóttir Jórunn býr.
Jórunn er þriðja prestsekkjan, sem býr í Svínavatnshreppi 1830. Við
höfum áður getið hinna tveggja, Ingibjarganna á Svínavatni og í
Litladal.
Jórunn Þorsteinsdóttir var bóndadóttir úr Hjaltadal. Foreldrar
hennar voru: Þorsteinn Jónsson og Jórunn Einarsdóttir, sem síðast
bjuggu að Skúfsstöðum. Þar lézt húsfreyjan og Þorsteinn brá búi.
Jórunn Þorsteinsdóttir var ekkja Jóns prófasts Jónssonar á Auðkúlu
og var fædd um 1770 og dáin 20. júlí 1834. Jón maður hennar var
sonur Jóns Teitssonar biskups á Hólum og fæddur 3. jan. 1776. Hann
ólst upp hjá móðurföður sínum Hannesi biskupi Finnssyni. Tók
stúdentspróf með afbragðs vitnisburði 1792. Fór til móður sinnar
þegar hún varð ekkja 1781 og flutti með henni að Neðra-Ási í Hjalta-
dal. Þau Jón og Jórunn Þorsteinsdóttir giftust 1797. Bjuggu í Neðra-
Ási til 1800, en þá vígðist Jón til Goðdala. Hann fékk svo Auðkúlu
1817 og hélt til æviloka 5. maí 1828. Jón prófastur var mikill gáfu-
maður, andríkur kennimaður og skáldmæltur.
Meðal barna séra Jóns og Jórunnar voru: Jón prestur á Barði í
Fljótum, Jórunn, sem átti fyrr séra Jóhann á Auðkúlu Pálsson og svo
Ögmund bónda að Gafli í Svínadal Ögmundsson frá Kollsá; og
Margrét, sem varð seinni kona Guðmundar Magnússonar i Vatnshlíð.