Húnavaka - 01.05.1979, Page 109
HÚNAVAKA
107
26. lllugi Gíslason, Holti.
Holti býr að heiðri dýrum kunnur
geira þundur gjafmildur
Gísla kundur Illugi.
(geir: spjót, þundur geira: maður).
Illugi er fæddur í Holti í Svínadal um 1776. Foreldrar hans voru:
Gísli Sigurðsson bóndi í Holti og kona hans Guðrún Illugadóttir frá
Reykjum á Reykjabraut. Faðir Gísla i Holti, Sigurður, hafði einnig
búið þar. Var hann sonur Jóns bónda á Eiðsstöðum 1703 Bjarnasonar
lögréttumanns á Eyvindarstöðum Jónssonar (Geitaskarðsætt).
Foreldrar Guðrúnar í Holti voru hjónin Illugi Jónsson bóndi á
Reykjum um 1734-62 og Margrét Sæmundsdóttir Styrssonar. Fram-
ætt Illuga á Reykjum er ókunn að öðru en að móðir hans er búandi
ekkja á Ytri-Langamýri 1703, Guðrún Jónsdóttir að nafni. Fimm eru
þá börn hennar hjá henni. Illugi er þá talinn 10 ára.
Verður nú fyrst farið nokkurum orðum um þá Holtsbændur, föður
og afa Illuga.
Gísli í Holti var mannskapsmaður, en varð skammlífur. Hefði hann
sennilega orðið mikill bóndi, ef honum hefði enzt aldur til. Sigurður
faðir hans var fæddur um 1705 á Eiðsstöðum og dáinn um 1772. Hann
bjó allan sinn búskap í Holti. Var hann afburðamaður að afli, enda
fékk hann kenningarnafnið „hinn sterki“. Sigurður þótti ærið ölkær og
þá eigi allskostar viðureignar. Hafði hann jafnan litið bú, enda ómegð
mikil. Fram til 1752 er lausafjártíund hans 5-7 hundruð, en úr því
mjög lítil. A sveitarframfæri í Svínavatnshreppi árin 1757-63 er „barn
Sigurðar i Holti“, sennilega launbarn.
Kona Sigurðar í Holti var Helga Bjarnadóttir bónda á Grund
Þórðarsonar. Mér er kunnugt um nöfn á átta börnum Sigurðar, og var
Gísli í Holti elztur þeirra. Af öðrum börnum Sigurðar skulu hér
nefndir tveir synir: Guðmundur bóndi á Brúsastöðum í Vatnsdal og
Sigurður bóndi á Rútsstöðum, sem þá nefndust Rauðsstaðir. Sá síð-
arnefndi varð mjög kynsæll. Átti hann 9 börn með konu sinni Vigdísi
Halldórsdóttur bónda á Rútsstöðum Einarssonar. Giftust 6 þeirra og
urðu búendur hér í sýslu. Frá þeim er margt manna, en það yrði of
langt mál, ef rekja ætti hér.