Húnavaka - 01.05.1979, Page 112
110
HÚNAVAKA
rik föður barnsins, en auðvitað var það kennt öðrum. Kirkju-
bókin telur föðurinn Björn Guðmundsson ógiftan söðlasmið á
Steiná. Barnið (Guðrún) fæddist 21. sept. 1854 og varð ekki
nema rúmlega ársgamalt. Gísli Ólafsson á Auðólfsstöðum
(bróðir séra Arnljóts alþm.) hafði beðið Sigríðar og fengið
afsvar. Nú verður Sigríður þunguð í annað sinn, og var þá sagt
að Gísla hafi verið boðið gjaforðið og varð af festum. Séra
Hinrik tók sér nærri þessa atburði. Fékk hann Skorrastað
skömmu síðar og flutti burtu úr héraðinu. Þegar Sigríður á
Gili gifti sig var kveðin þessi vísa:
Misjafnt kjörum manna er skipt,
messu sézt á grana.
Sigríður á Gili er gift.
Gísli fór með hana.
Gísli Ólafsson og Sigríður fluttu síðar til Reykjavíkur. Isl.
æviskrár telja börn þeirra fjögur, þrjár dætur og einn son.
c. Einar Jónasson (fæddur 1833). Hann kvæntist ekki, en sonur
hans var Jónas bóndi á Kúfustöðum 1899-1922. Kona Jónas-
ar var Margrét Guðmundsdóttir frá Hvammi í Svartárdal,
dáin 26. des. 1921. Meðal barna þeirra voru:
1) Ólafur bílstjóri á Blönduósi og síðar í Reykjavík.
2) Guðrún Sigurbjörg, sem átti Stefán bónda Nikodemusson.
Fluttu þau til Eyjafjarðar 1922 og með þeim Jónas faðir
húsfreyju og lézt hann þar nyrðra 16. mai 1943.
2. Eiríkur Illugason. Hann er fæddur á Eyvindarstöðum 1801 og
dáinn í Holti 20. okt. 1828. Banameinið telur kirkjubókin:
„Innvortis meinsemd.“ Eiríkur var ókvæntur, en lét eftir sig
ungbarn. Pilt, Jafet að nafni. Var hann fæddur í Holti 1826.
Móðirin, Guðrún Guðmundsdóttir, var þá vinnukona þar á bæ.
Jafet ólst upp á Geitaskarði hjá föðursystur sinni, Sigríði Illuga-
dóttur, sem síðar verður getið. Jafet þessi bjó á Tungubakka á
Laxárdal 1860-70.
3. Ásmundur Illugason. Hann er fæddur 1807 eða 1808 á Eyvind-
arstöðum í Blöndudal. Fæðingardagurinn er ókunnur, þvi
kirkjubók Blöndudalshóla frá þessum árum er glötuð.