Húnavaka - 01.05.1979, Síða 113
HÚNAVAKA
111
Vorið 1831 hóf Ásmundur búskap ogkvæntist þá um vorið 28.
maí 1831 Helgu Guðmundsdóttur, sem var 14 árum eldri en
hann, fædd á Ásum 12. júníl794. Voru foreldrar hennar Guð-
mundur Guðmundsson Hálfdanarsonar og kona hans Guðrún
Bjarnadóttir. Bjó Guðmundur þessi fyrst á Ásum og svo á
Vesturá á Laxárdal. Varð hann þar úti í Kyndilmessubylnum 2.
febr. 1825. Helga hafði um tíma gegnt ráðskonustörfum hjá
Jóhannesi Jónssyni, sem þá bjó í Hvammi á Laxárdal, en flutti
vorið 1826 að Rútsstöðum í Svínadal.
Ásmundur bjó í Hvammi í Langadal 1831-43 og svo i Holti til
æviloka. Hann var maður heilsuveill og lézt á miðjum aldri 21.
apr. 1850, þá talinn 42 ára. Banameinið var innvortis meinsemd
eins og hjá Eiríki bróður hans. Hafa þeir bræður báðir sennilega
látizt úr sullaveiki.
Dánarbú Ásmundar var skrifað upp og virt til peningaverðs
þegar 9 dögum eftir andlát Ásmundar. Virðingarupphæðin var
alls 3000 rd. Var hér um mikla upphæð að ræða, ef þetta hefði
verið hrein eign, en það var nú eitthvað annað, því að á búinu
hvíldu miklar skuldir, að upphæð rúmlega 1200 rd. eða um 2/5
heildar virðingarupphæðarinnar. Horfði hér því öðru vísi við en
meðan Illugi Gíslason hélt um stjórnvölinn, en þess ber að gæta,
að Ásmundur gekk ekki heill til skógar.
Rúmlega helmingur eignarinnar voru fasteignir, 3 jarðir, sem
virtar voru samtals á 1535 rd. Það voru jarðirnar: Holt, Þor-
brandsstaðir og Balaskarð. Búfé var metið samtals á 805 rd.: 5
nautgripir, 185 sauðkindur og 11 hross. Meðalverð á kú var 22
rd. Virðingarmenn voru: Guðmundur Arnljótsson hreppstjóri
Guðlaugsstöðum og Kristján Jónsson í Stóradal.
Erfingjar dánarbúsins auk ekkjunnar voru þrjú börn þeirra
hjóna, öll ófjárráða: Illugi 18 ára, Þuríður 17 og Jónas 12 ára.
Við uppskriftina mættu helztu virðingarmenn fjögurra hreppa,
sem trúnaðarmenn erfingjanna: Jón Sveinsson hreppstjóri í
Sauðanesi vegna ekkjunnar, Þorsteinn Helgason bóndi á Grund
vegna Illuga, Jónas Einarsson hreppstjóri á Gili vegna Þuríðar
og Lárus Vormsson fyrrv.hreppstjóri á Geitaskarði vegna Jón-
asar.
Helga hélt áfram búskap á parti af Holti eftir að hún varð
ekkja. Fyrsti mótbýlismaður hennar var Kristján Ólafsson frá