Húnavaka - 01.05.1979, Síða 114
112
HÚNAVAKA
Eyvindarstöðum, en svo tóku við börn hennar. Verður þeirra nú
getið:
a. Ulugi Ásmundsson, fæddur í Hvammi í Langadal 27. ág.
1832. Ólst upp með foreldrum sínum og systkinum. Rúmlega
tvítugur kvæntist hann ungri heimasætu úr Svartárdal,
Björgu Eyjólfsdóttur, fæddri 19. sept. 1835. Faðir hennar,
Eyjólfur bóndi á Barkarstöðum Eyjólfsson, var sonarsonur
þeirra Skeggsstaðahjóna, Jóns og Bjargar, en frá þeim er
Skeggsstaðaætt. Eyjólfi hafði búnast vel í fyrstu „en varð
drykkfelldur og dofnaði upp“ (Björn á Brandsstöðum). Eyj-
ólfur flutti í Holt með dóttur sinni, en lézt á Geithömrum 16.
des. 1860. Illugi og Björg giftust 1853 og hófu um leið búskap
í Holti. Munu þau hafa búið þar í tvíbýli og jafnvel eitthvað í
þríbýli til vorsins 1862, en hættu þá búskap vegna fjárhags-
örðugleika, þau eru svo eitthvað í húsmennsku í Holti og
sennilega víðar í Svínavatnshreppi. Mikil ómegð hlóðst á þau
hjón. Munu þeim hafa fæðst a.m.k. 12 börn, en ekki nema 7
þeirra náðu fullum þroska. Tveir synir þeirra, Eyjólfur og
Pétur, fóru til Vesturheims. Tvö barnanna, Helga og Sveinn,
fluttu suður og þrjár dætur staðfestust hér nyrðra: Guðrún
kona Lárusar Gíslasonar frá Mýrum, Þuríður kona Jóhanns
Ármannssonar frá Brekkukoti og Ingiríður, sem var ógift og
barnlaus, en þessar systur hennar báðar létu eftir sig niðja.
Björg Eyjólfsdóttir lézt að Stóra-Búrfelli 14. ág. 1884 og er
þá talin vinnukona. Illugi varð maður gamall, dáinn 4. júlí
1904 á Guðlaugsstöðum.
b. Þuríður Ásmundsdóttir er fædd 22. ág. 1833 og dáin á Kúfu-
stöðum í Svartárdal 17. maí 1902. Átján ára giftist hún Sveini
Jónssyni syni maddömunnar á Bergsstöðum, Margrétar
Magnúsdóttur, konu séra Hinriks Hinrikssonar. Sveinn og
Þuríður bjuggu í Holti í Svínadal 1857-62, svo á Beinakeldu,
en fluttu þaðan upp í Bólstaðarhlíðarhrepp. Bjuggu þar á
þessum jörðum: Hvammi í Svartárdal, Skottastöðum,
Skyttudal og loks í Eiríksstaðakoti, eru þar við manntalið
1890. Hjónaband þeirra Þuríðar og Sveins mun hafa verið
barnlaust. — Helga Guðmundsdóttir lézt á Beinakeldu hjá
Þuríði dóttur sinni.